Brennisóley
Brennisóley (fræðiheiti: Ranunculus acris) er blóm af sóleyjaætt sem finnst út um allt í Evrópu, Asíu, Afríku og Norður-Ameríku, meðal annars á Grænlandi og Íslandi. Brennisóley verður 30-100 cm á hæð. Hún vex í graslendi, á engjum og í fjallshlíðum í allt að 2.400 metra hæð.
Brennisóley | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Brennisóley (Ranunculus acris)
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||
Ranunculus acris |
Blómið er gult með fimm krónublöð. Safi jurtarinnar inniheldur ranúnkúlín sem breytist í eiturefnið prótó-anemónín við vatnsrof. Þetta veldur því að grasbítar á beit forðast hana en geta hins vegar étið hana sé hún þurrkuð (t.d. við slátt og verkun í hey). Langtímasnerting getur valdið roða og neysla bólgum í maga.
Á Íslandi
breytaÁ Íslandi blómgast brennisóleyjar í maí til júní[1] og finnast um nánast allt land[2] (m.a. í Surtsey[3]), í fjalllendi finnst hún oft upp í 900 metra hæð en er hæst fundin í 1100 metra hæð á Litlahnjúk við Svarfaðardal.
Nýlegar rannsóknir benda til þess að brennisóley á Íslandi sé ekki í raun og veru R. acris, heldur R. subborealis,[4] en þær eru mjög líkar og þekkjast einna helst á hæringu á stönglum (hvít aðlæg = R. acris. gul, gróf = R. subborealis).[5] Enn er þó ekki full eining um aðskilnað R. subborealis frá R. acris, og almennt virkar hún sem norðlægari útgáfa af R. acris.
Heimildir
breyta- ↑ „Brennisóley“. Sótt 6. ágúst 2005.
- ↑ „Dreifing brennisóleyjar“. Sótt 6. ágúst 2005.
- ↑ „Gróður í Surtsey“. Sótt 6. ágúst 2005.
- ↑ „Flóra Íslands Flóran Blómplöntur“. www.floraislands.is. Sótt 19. júlí 2021.
- ↑ „Ranunculus subborealis ssp. villosus - The Flora of Svalbard“. svalbardflora.no. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2021. Sótt 19. júlí 2021.