Rannveig Torp Pálmadóttir Böðvarsson

Rannveig Torp Pálmadóttir Böðvarsson (fædd 8. júlí 1924, lést 28. september 2005) var stjórnarformaður útgerðarfélagsins Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi um árabil. Rannveig var heiðruð fyrir störf sín í þágu sjávarútvegs með riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1993[1].

Æviágrip breyta

Rannveig fæddist á Vesturgötu 32 í Reykjavík, foreldrar hennar voru Matthea Kristín Pálsdóttir Torp saumakona og Pálmi Hannesson, síðar rektor Menntaskólans í Reykjavík. Móðir hennar giftist Christian Evald Torp veitingamanni, sem varð kjörfaðir Rannveigar.

Rannveig giftist Sturlaugi H. Böðvarssyni útgerðarmanni þann 14. apríl 1945 og fluttist til Akraness og bjó á Vesturgötu 32 á Akranesi til æviloka.

Eftir að Sturlaugur lést 1976 var Rannveig í sambandi með Sveini Björnssyni stórkaupmanni þar til hann lést 1996.

Rannveig og Sturlaugur eignuðust saman sex börn, Mattheu Kristínu, Harald, Svein, Rannveigu, Sturlaug og Helgu Ingunni.

Heimildir breyta

  1. Morgunblaðið, Minningargrein, Rannveig Böðvarsson