Haraldur Böðvarsson hf.
Haraldur Böðvarsson hf. var útgerðarfyrirtæki á Akranesi sem var stofnað 17. nóvember 1906 af Haraldi Böðvarssyni sem festi þá kaup á sexæringnum Helgu Maríu. Fyrirtækið sameinaðist öðrum útgerðarfyrirtækjum á Akranesi 27. apríl 1991 þegar Heimaskagi hf. og Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness gengu inn í það[1].
Haraldur Böðvarsson hf. | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað | 1906 |
Stofnandi | Haraldur Böðvarsson |
Örlög | Sameinað í HB Granda |
Staðsetning | Akranes |
Starfsemi | Sjávarútvegur |
Fyrirtækið sameinaðist svo Granda árið 2004 og úr varð HB Grandi.