Radarstöðin á Straumnesfjalli

Fyrrum radarstöð bandaríska flughersins á Hornströndum.

66°25′49″N 023°05′34″V / 66.43028°N 23.09278°V / 66.43028; -23.09278 (Latrar AS H-4)

Rústir radarstöðvarinnar á Straumnesfjalli.

Radarstöðin á Straumnesfjalli var herstöð á vegum Bandaríska flughersins. Stöðin, sem var rekinn af 934. flugstjórnar- og viðvörunarsveit flughersins, var staðsett nyrst á Straumnesfjalli og niðri í fyrrum þorpinu í Látrum í Aðalvík á Hornströndum.[1][2]

Bygging flugstöðvarinnar hófst árið 1953 og var hún tekin í notkun árið 1956. Eftir að hafa aðeins verið starfrækt í fjögur ár var tekin ákvörðun um að loka stöðinni árið 1960 vegna mikils rekstrarkostnaðar og hvarf síðasta starfsfólkið á braut ári seinna.[3] Árið 1962 tók íslenska ríkið við eignarhaldi á þeim byggingum sem eftir voru.[4]

Eftir að stöðinni var lokað var henni ekki viðhaldið og grotnuðu byggingarnar verulega niður á næstu áratugum.[2] Árið 1991 fór fram mikil hreinsun á staðnum þar sem Varnarliðið og björgunarsveitir hreinsuðu upp mikið af rusli og fluttu burtu með hjálp þyrlna.[5]

Rústir stöðvarinnar eru vinsæll áfangastaður göngufólks á Hornströndum.[2] Árið 2023 var hún umfjöllunarefni þáttaraðarinnar Okkar eigið Ísland á Vísir.is.[6]

Sjá einnig

breyta

Heimildir

breyta
  1. Matthew Bradley (20. júlí 2006). „Former 934th Air Control Squadron Airmen visit former duty station“. The White Falcon. bls. 1. Sótt 28. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.  
  2. 2,0 2,1 2,2 Brynjólfur Þór Guðmundsson (15. ágúst 2018). „Óljóst hver á húsarústir á Straumnesfjalli“. RÚV. Sótt 26. júlí 2022.
  3. Friðþór Kr. Eydal (26. júlí 1991). „Ratsjárstöðvar í Aðalvík“. Morgunblaðið. bls. 14–15. Sótt 26. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.  
  4. „Óljóst hver á rústir herstöðvar“. Morgunblaðið. 15. ágúst 2018. Sótt 26. júlí 2022.
  5. Trausti Ólafsson (23. júlí 1991). „Björgunarsveitir við Djúp afla sér tekna með hreinsuninni“. Morgunblaðið. bls. 21. Sótt 3. ágúst 2022 – gegnum Tímarit.is.  
  6. „Okkar eigið Ísland - Straumnesfjall - Vísir“. visir.is. Sótt 30. ágúst 2024.