Radarstöðin á Straumnesfjalli
66°25′49″N 023°05′34″V / 66.43028°N 23.09278°V
Radarstöðin á Straumnesfjalli var herstöð á vegum Bandaríska flughersins. Stöðin, sem var rekinn af 934. flugstjórnar- og viðvörunarsveit flughersins, var staðsett nyrst á Straumnesfjalli og niðri í fyrrum þorpinu í Látrum í Aðalvík á Hornströndum.[1][2]
Saga
breytaBygging flugstöðvarinnar hófst árið 1953 og var hún tekin í notkun árið 1956. Eftir að hafa aðeins verið starfrækt í fjögur ár var tekin ákvörðun um að loka stöðinni árið 1960 vegna mikils rekstrarkostnaðar, og hvarf síðasta starfsfólkið á braut ári seinna.[3] Árið 1962 tók íslenska ríkið við eignarhaldi á þeim byggingum sem eftir voru.[4]
Eftir að stöðinni var lokað var henni ekki viðhaldið og grotnuðu byggingarnar verulega niður á næstu áratugum.[2] Árið 1991 fór fram mikil hreinsun á staðnum þar sem Varnarliðið og björgunarsveitir hreinsuðu upp mikið af rusli og fluttu burtu með hjálp þyrlna.[5]
Rústir stöðvarinnar eru vinsæll áfangastaður göngufólks á Hornströndum.[2] Árið 2023 var hún umfjöllunarefni þáttaraðarinnar Okkar eigið Ísland á Vísir.is.[6]
Sjá einnig
breytaHeimildir
breyta- ↑ Matthew Bradley (20. júlí 2006). „Former 934th Air Control Squadron Airmen visit former duty station“. The White Falcon. bls. 1. Sótt 28. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Brynjólfur Þór Guðmundsson (15. ágúst 2018). „Óljóst hver á húsarústir á Straumnesfjalli“. RÚV. Sótt 26. júlí 2022.
- ↑ Friðþór Kr. Eydal (26. júlí 1991). „Ratsjárstöðvar í Aðalvík“. Morgunblaðið. bls. 14–15. Sótt 26. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Óljóst hver á rústir herstöðvar“. Morgunblaðið. 15. ágúst 2018. Sótt 26. júlí 2022.
- ↑ Trausti Ólafsson (23. júlí 1991). „Björgunarsveitir við Djúp afla sér tekna með hreinsuninni“. Morgunblaðið. bls. 21. Sótt 3. ágúst 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Okkar eigið Ísland - Straumnesfjall - Vísir“. visir.is. Sótt 30. ágúst 2024.
Tenglar
breyta- Herstöðin á Straumnesfjalli (1953–1961), Sólrún Þorsteinsdóttir (Lokaverkefni til MA-gráðu í þjóðfræði, 2012), sótt 16. desember 2024
- US Radar Sites Iceland – H-4 Straumnes/Látrar, sótt 16. desember 2024
- Heimildarmynd um Aðalvík 1996 á Youtube, sótt 16. desember 2024