Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi er skráð trúfélag á Íslandi undir heitinu Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík en fullt nafn safnaðarins er Söfnuður heilags Nikulásar úr Moskvupatríarkatinu í Reykjavík.
Samkvæmt vef Þjóðskrár voru 782 einstaklingar skráðir í söfnuðinn þann 1. desember 2022. Bakgrunnur þeirra er úr rétttrúnaðarhefðinni frá Rússlandi, Georgíu, Búlgaríu, Eistlandi, Litháen, Lettlandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Slóvakíu, Rúmeníu, Póllandi og Bandaríkjunum auk þess sem nokkrir Íslendingar tilheyra söfnuðinum.
Príor safnaðarins er Timothy (Timur) Zolotuskiy og hefur söfnuðurinn aðstöðu við Öldugötu 44, 101 Reykjavík, 'fjölskylduhúsinu' eins og príor safnaðarins talar um húsið. Það er opið daglega en á hverjum laugardegi er kvöldguðsþjónusta klukkan 18:00 og boðið upp á samræðuhóp í framhaldinu. Á sunnudögum sem og öðrum hátíðisdögum er messa með heilagri liturgíu klukkan 10:00. Þá er sakramenti játninganna veitt á laugardögum að lokinni kvöldguðsþjónustu og á sunnudögum fyrir messu.
Söfnuðurinn starfar öðru hvoru að verkefnum með Alþjóðahúsi og hefur staðið fyrir rússneskum menningardögum svo dæmi séu nefnd.
Heimild
breyta- Pétur Björgvin Þorsteinsson (2007/3). Sögulega séð eiga rússneska og íslenska kirkjan margt sameiginlegt - Viðtal við Timur Zolotuskiy, prest rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Í Bjarmi, bls. 26-30.