Verksmiðja
Verksmiðja er vinnustaður fólks þar sem vinna tengd iðnaði fer fram. Starfmenn verksmiðja framleiða gjarnan fullunar vörur úr hráefni annaðhvort með sérhæfðum vélum eða við færiband. Verksmiðja, þar sem hráefnið er fiskur, kallast fiskiðja, en frystihús ef fiskurinn er frystur, lítt unninn eða óunninn. Ef hráefnið er mjólk kallast verksmiðjan mjólkurbú.