Niðursuðudós
Niðursuðudós er blikkdós, oftast loftþétt, sem notuð er til að geyma matvæli, sem hafa verið soðin niður áður en þeim var komið fyrir í dósinni, og þannig getur maturinn geymst lengur.
Enski uppfinningamaðurinn Peter Durand fékk einkaleyfi fyrir niðursuðudósina árið 1810, en hann byggði uppfinningu sína á niðursuðutilraunum franska kryddbakarans Nicolas Appert. Peter Durand sauð ekki niður nein matvæli sjálfur heldur seldi tveimur Bretum, Bryan Donkin og John Hall, uppfinningu sína. Þeir settu fljótlega upp niðursuðuverksmiðju og árið 1813 byrjuðu þeir að framleiða niðursuðuvörur fyrir breska herinn.