Landbúnaðarráðuneyti Íslands

Landbúnaðarráðuneyti Íslands einnig þekkt sem Landbúnaðarráðuneytið var eitt af ráðuneytum Stjórnarráð Íslands frá árinu 1970 þar til það var sameinað Sjávarútvegsráðuneytinu í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið árið 2007.

Landbúnaðarráðuneyti Íslands
Stofnár 1970
Lagt niður 2007
Ráðherra Sjá lista
Ráðuneytisstjóri Gunnlaugur E. Briem (1970-1973)

Sveinbjörn Dagfinnsson (1973-1995)
Dr. Björn Sigurbjörnsson (1995-2000)
Guðmundur Björgvin Helgason (2000-2007)

Staðsetning Arnarhvoll (1970-1987)

Rauðárstígu 25 (1987-1994)
Sölvhólsgötu 7 (1994-2007)

Vefsíða

SagaBreyta

Stjórnarráð Íslands tók til starfa 1. febrúar 1904 og var því síðar skipt í þrjár deildir: dóms- og kirkjumáladeild, fjármáladeild og atvinnu- og samgöngumáladeild. Landbúnaður heyrði undir þá síðastnefndu en síðar var nafni þess breytt í Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið. Árið 1947 voru málaflokkarnir frekar aðskildir og síðar hafði Atvinnumálaráðuneytið umsjón með honum.

Þegar lög nr. 73/1969 tóku gildi 1. janúar 1970 var landbúnaðarráðuneytið stofnað með eigin skrifstofu og lögbundið starfssvið. Ráðuneytinu var frá 1987 skipt í fimm starfssvið með sér deildarstjóra. Árið 2007 var ráðuneytið sameinað Sjávarútvegsráðuneyti Íslands og [[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Íslands|Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.[1]

MálaflokkarBreyta

Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands nr. 3/2004 fór landbúnaðarráðuneyti með mál er varða:

Landbúnað og starfsemi tengda landbúnaði. Menntun, rannsóknir og eftirlit í landbúnaði. Landgræðslu og skógrækt. Jarðir í eigu og umsjá ríkisins, þ.m.t. kirkjujarðir. Landnotkun í þágu landbúnaðar og önnur jarða- og ábúðarmál. Áveitur, fyrirhleðslur og framræslu. Framleiðslu- og markaðsmál í landbúnaði, inn- og útflutning landbúnaðarafurða. Inn- og útflutning dýra og plantna og erfðaefnis þeirra, varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði og yrkisrétt. Aðbúnað búfjár og heilbrigði dýra, varnir gegn dýrasjúkdómum, gæði og heilnæmi aðfanga og landbúnaðarafurða. Veiði í ám og vötnum, eldi vatnadýra og önnur veiðimál. Lán og stuðning við nýsköpun og starfsemi á sviði landbúnaðar. Hagrannsóknir og áætlunargerð í landbúnaði.[2]


HeimildirBreyta

  1. „Sögulegt yfirlit“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2006. Sótt 21. júní 2006.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júlí 2006. Sótt 21. júlí 2006.