Heilbrigðisráðuneyti Íslands

Heilbrigðisráðuneyti Íslands eða Heilbrigðisráðuneytið var eitt af ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands áður en það sameinaðist félags- og tryggingamálaráðuneyti til þess að mynda velferðarráðuneyti. Æðsti yfirmaður var heilbrigðisráðherra og æðsti embættismaður þess var ráðuneytisstjóri.

Fyrir sameiningu við félags- og tryggingamálaráðuneyti fór ráðuneytið með þau málefni er vörðuðu[1]:

Heilbrigðisþjónustu

  • Lýðheilsu og forvarnir, þ.m.t. geislavarnir.
  • Heilsugæslu.
  • Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
  • Heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilum.
  • Endurhæfingar- og meðferðarstofnanir.
  • Lyf og lækningatæki.
  • Starfsréttindi í heilbrigðisþjónustu og löggildingu starfsheita í heilbrigðisgreinum.

Sjúkra- og slysatryggingar almannatrygginga og sjúklingatryggingu.

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Reglugerð um Stjórnarráð Íslands“. Sótt 21. febrúar 2010.