Iðnaðarráðuneyti Íslands
Iðnaðarráðuneyti Íslands eða Iðnaðarráðuneytið var eitt af 10 ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður er iðnaðarráðherra og æðsti embættismaður þess er ráðuneytisstjóri.
Iðnaðarráðuneytið | |
---|---|
Stofnár | 1970 [1] |
Fjárveiting | 5 milljarðir króna (2011) |
Staðsetning | Arnarhváll 150 Reykjavík |
Árið 2012 sameinaðist það öðrum ráðuneytum og til varð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.[2]
Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands[3] fer ráðuneytið með þau mál er varða:
- Iðnað og stóriðju. Nýsköpun og tækniþróun.
- Starfsréttindi í iðnaði og löggildingu starfsheita í tækni- og hönnunargreinum.
- Orku, þ. á m. grunnrannsóknir á orkulindum, nýtingu orku og orkufyrirtæki.
- Jarðrænar auðlindir á landi og á hafsbotni.
- Svæða- og byggðamál, svæða- og byggðarannsóknir, atvinnuþróun og atvinnuþróunar-félög.
- Staðla.
- Ferðaþjónustu.
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Um iðnaðarráðuneyti“. Sótt 4. apríl 2010.
- ↑ „Stjórnarráðið | Um ráðuneytið“. www.stjornarradid.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2020. Sótt 4. nóvember 2020.
- ↑ „Reglugerð um Stjórnarráð Íslands“. Sótt 21. febrúar 2010.