Ráðherrabústaðurinn
Ráðherrabústaðurinn sem oftast er kenndur við staðsetningu sína og nefndur Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu er sögufrægt hús í miðborg Reykjavíkur og stendur nákvæmlega við Tjarnargötu 32. Ráðherrabústaðurinn er gististaður fyrir erlenda þjóðhöfðingja, móttökustaður fyrir innlenda sem erlenda og sem fundarstaður ráðherra þegar mikið hefur legið við og menn viljað leggja áherslu á mikilvægi fundarefnisins.
Saga hússins
breytaHúsið stóð upphaflega á Flateyri. Það var norski hvalveiðimaðurinn Hans Ellefsen sem byggði það á Sólbakka á Flateyri 1892. Ellefsen hafði þá reist mikla hvalverksmiðju á Flateyri og var hún um tíma eitt af stærri fyrirtækjum landsins. En þegar hvalveiðar tóku að daprast um aldamótin 1900 gaf hann Hannesi Hafstein húsið, eða réttara sagt seldi honum það fyrir 5 kr. Hannes flutti það síðar suður til Reykjavíkur að Tjarnargötu 32 árið 1910 og var það bústaður forsætisráðherra allt fram yfir 1940, en síðasti forsætisráðherrann sem bjó þar var Hermann Jónasson.