Melkot var einn síðasti torfbærinn í Reykjavík og var rifinn árið 1915. Bær þessi stór í útsuðurhorni lóðar ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu, en taldist þó meðan hann stóð til Suðurgötunnar. Melkot er fyrirmynd Halldórs Laxness að Brekkukoti í Brekkukotsannáli.

Árið 1915 voru uppi bollaleggingar um það að endurbyggja Melkot. Þar bjuggu þá Magnús Einarsson sjómaður og Guðrún Klængsdóttir kona hans. Guðjón Helgason, bóndi í Laxnesi, faðir Halldórs Laxness, sem var náskyldur Magnúsi í Melkoti, hafði þá í huga að byggja þar upp og setjast þar að. En af því varð þó ekki. Melkot var rifið og síðan hefur ekki verið byggt á lóðinni. Mun Halldór hafa verið vel kunnugt í Melkoti og jafnvel búið þar um skeið hjá Magnúsi frænda sinum.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.