Rastamynd

(Endurbeint frá Punktamynd)

Rastamynd eða punktamynd er gagnagrind sem inniheldur fylki af pixlum eða lituðum dílum sem saman mynda stafræna tvívíða mynd á tölvuskjá eða pappír. Rastamyndir eru geymdar í myndaskrám í nokkrum ólíkum myndasniðum. Þau algengustu eru JPEG, GIF, TIFF, RAW, PNG og BMP. Andstæða rastamyndar er vigurmynd eða línuteikning sem geymir upplýsingar um línur og form fremur en punkta.

Rastamynd stækkuð til að sýna hvern punkt fyrir sig.

Í rastamynd hefur hver punktur, eins og hann er í skjáminni tölvunnar, ákveðna litadýpt sem er skilgreind sem sá fjöldi bita sem inniheldur upplýsingar um litinn. Í átta bita mynd eru átta bitar sem innihalda upplýsingar um lit punktsins og myndin í heild getur þannig innihaldið 255 mismunandi litatóna.

Rastamyndir eru háðar skjáupplausn. Ef þær eru stækkaðar verða þær pixlaðar og missa gæði.

Algeng myndvinnsluforrit til að vinna með rastamyndir eru Adobe Photoshop og GIMP. Flest myndvinnsluforrit nota RGB-litakerfið en sum styðja líka önnur litakerfi á borð við CMYK fyrir prentvélar.