Plútó (dvergreikistjarna)
Plútó (tákn: [1] og [2]) er dvergreikistjarna í Kuiperbeltinu, 2300 km í þvermál. Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um 4290 milljón kílómetrar og sú mesta um 7530. [3] Bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh (1906-1997)[4] uppgötvaði Plútó árið 1930 en nafnið valdi hann eftir uppástungu 11 ára stúlku, Venetiu Burney (fædd Venetia Phair).
Heiti | |
---|---|
Nefnd eftir | Plútó |
Sporbaugur Plútós um sólu liggur ekki í sömu sléttu og sporbaugar reikistjarnanna heldur hallar honum um 17 gráður miðað við sléttu þeirra. [5] Ennfremur er sporbaugurinn óvenju ílangur og liggur að hluta fyrir innan sporbaug Neptúnusar. [6]
Árið 1988 uppgötvuðu vísindamenn hjá NASA að birta Plútós dofnaði lítils háttar þegar hann bar í stjörnu, en það var talið sanna að Plútó hefði lofthjúp.
Plútó hefur fjóra fylgihnetti, en sá fyrsti sem fannst nefnist Karon. [7] Karon er 900 km í þvermál og snúningstími hans um Plútó er sex sólarhringar. Hinir þrír fylgihnettirnir heita Nix, Hýdra og P4. Nix og Hýdra fundust í maí 2005 og tilvist þeirra var staðfest í febrúar 2006 en P4 í júlí 2011[8].
Plútó var lengi talin níunda reikistjarna sólkerfisins, eða frá 1930 til 24. ágúst 2006, þegar samþykkt var eftir heitar umræður á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga að telja Plútó ekki lengur reikistjörnu, heldur dvergreikistjörnu. Ástæðan var m.a. sú að Plútó er aðeins einn af þúsundum þekktra geimfyrirbæra í Kuiperbeltinu og sum eru líklega stærri en hann. Einnig er sporbaugur Plútós talsvert frábrugðinn sporbaugum reikistjarnanna.
Heimildir
breyta- „Plútó (dvergreikistjarna)“. Sótt 6. júní 2009.
- Mitton, Jacqueline og Mitton, Simon. 2000. Stjörnufræði fyrir byrjendur. Mál og Menning, Reykjavík.
- „BBC News:The girl who named a planet“. Sótt 13. janúar 2006.
- „Hubble Confirms Two New Moons of Pluto“. Sótt 22. febrúar 2006.
Tilvísanir
breyta- ↑ JPL/NASA (22. apríl 2015). „What is a Dwarf Planet?“. Jet Propulsion Laboratory. Sótt 19. janúar 2022.
- ↑ John Lewis, ritstjóri (2004). Physics and chemistry of the solar system (2. útgáfa). Elsevier. bls. 64.
- ↑ TÞ. „Hvað er Plútó langt frá jörðu? “. Vísindavefurinn 14.6.2000.
- ↑ Þorsteinn Þorsteinsson. „Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?“ Geymt 10 janúar 2006 í Wayback Machine. Vísindavefurinn 13.10.2005
- ↑ ÞV og ÖJ. „Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?“. Vísindavefurinn 23.3.2001.
- ↑ Þorsteinn Þorsteinsson. „Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?“ Geymt 10 janúar 2006 í Wayback Machine. Vísindavefurinn 13.10.2005
- ↑ Karon (fylgitungl Plútó) Geymt 29 janúar 2011 í Wayback Machine Stjörnufræðivefurinn 2010
- ↑ „Hubblessjónaukinn finnur áður óþekkt tungl við Plútó“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2011. Sótt 20.07.2011.
Tenglar
breyta- Ítarlegar upplýsingar um Plútó á Stjörnufræðivefnum Geymt 24 apríl 2010 í Wayback Machine
- Ítarlegar upplýsingar um Karon á Stjörnufræðivefnum Geymt 29 janúar 2011 í Wayback Machine
- Ítarlegar upplýsingar um Nix og Hýdra á Stjörnufræðivefnum[óvirkur tengill]
- Ítarlegar upplýsingar um New Horizons á Stjörnufræðivefnum Geymt 27 janúar 2011 í Wayback Machine
- „Á plánetan Plútó systurplánetu/hnött?“. Vísindavefurinn.
- „Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?“. Vísindavefurinn.
- „Hefur einhver farið til Plútó?“. Vísindavefurinn.
- Plútó - Nýja reikistjarnan og allar hinar; grein í Heimskringlu 1932