Plútó (dvergreikistjarna)

dvergreikistjarna í sólkerfinu
(Endurbeint frá Plútó (pláneta))


Plútó (tákn: ⯓[1] og ♇[2]) er dvergreikistjarna í Kuiperbeltinu, 2300 km í þvermál. Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um 4290 milljón kílómetrar og sú mesta um 7530. [3] Bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh (1906-1997)[4] uppgötvaði Plútó árið 1930 en nafnið valdi hann eftir uppástungu 11 ára stúlku, Venetiu Burney (fædd Venetia Phair).

Plútó ⯓
Plútó, Karon og Hydra. Myndir tekin af New Horizons.
Heiti
Nefnd eftirPlútó

Sporbaugur Plútós um sólu liggur ekki í sömu sléttu og sporbaugar reikistjarnanna heldur hallar honum um 17 gráður miðað við sléttu þeirra. [5] Ennfremur er sporbaugurinn óvenju ílangur og liggur að hluta fyrir innan sporbaug Neptúnusar. [6]

Árið 1988 uppgötvuðu vísindamenn hjá NASA að birta Plútós dofnaði lítils háttar þegar hann bar í stjörnu, en það var talið sanna að Plútó hefði lofthjúp.

Plútó hefur fjóra fylgihnetti, en sá fyrsti sem fannst nefnist Karon. [7] Karon er 900 km í þvermál og snúningstími hans um Plútó er sex sólarhringar. Hinir þrír fylgihnettirnir heita Nix, Hýdra og P4. Nix og Hýdra fundust í maí 2005 og tilvist þeirra var staðfest í febrúar 2006 en P4 í júlí 2011[8].

Plútó var lengi talin níunda reikistjarna sólkerfisins, eða frá 1930 til 24. ágúst 2006, þegar samþykkt var eftir heitar umræður á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga að telja Plútó ekki lengur reikistjörnu, heldur dvergreikistjörnu. Ástæðan var m.a. sú að Plútó er aðeins einn af þúsundum þekktra geimfyrirbæra í Kuiperbeltinu og sum eru líklega stærri en hann. Einnig er sporbaugur Plútós talsvert frábrugðinn sporbaugum reikistjarnanna. Eitt ár á Plútó samsvarar um það bil 248 árum á jörðinni.

Heimildir

breyta
  • „Plútó (dvergreikistjarna)“. Sótt 6. júní 2009.
  • Mitton, Jacqueline og Mitton, Simon. 2000. Stjörnufræði fyrir byrjendur. Mál og Menning, Reykjavík.
  • „BBC News:The girl who named a planet“. Sótt 13. janúar 2006.
  • „Hubble Confirms Two New Moons of Pluto“. Sótt 22. febrúar 2006.

Tilvísanir

breyta
  1. JPL/NASA (22. apríl 2015). „What is a Dwarf Planet?“. Jet Propulsion Laboratory. Sótt 19. janúar 2022.
  2. John Lewis, ritstjóri (2004). Physics and chemistry of the solar system (2. útgáfa). Elsevier. bls. 64.
  3. TÞ. „Hvað er Plútó langt frá jörðu? “. Vísindavefurinn 14.6.2000.
  4. Þorsteinn Þorsteinsson. „Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?“ Geymt 10 janúar 2006 í Wayback Machine. Vísindavefurinn 13.10.2005
  5. ÞV og ÖJ. „Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?“. Vísindavefurinn 23.3.2001.
  6. Þorsteinn Þorsteinsson. „Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?“ Geymt 10 janúar 2006 í Wayback Machine. Vísindavefurinn 13.10.2005
  7. Karon (fylgitungl Plútó) Geymt 29 janúar 2011 í Wayback Machine Stjörnufræðivefurinn 2010
  8. „Hubblessjónaukinn finnur áður óþekkt tungl við Plútó“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2011. Sótt 20.07.2011.

Tenglar

breyta
   Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.