Blágreni

Trjátegund í flokki barrtrjáa
(Endurbeint frá Picea engelmannii)

Blágreni (fræðiheiti: Picea engelmannii) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær 25-40 m hæð og 1,5 m stofnþvermáli. Blágreni er langlíft og nær allt að 900 ára aldri.

Blágreni
Grein blágrenis
Grein blágrenis
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. engelmannii

Tvínefni
Picea engelmannii
Parry ex Engelm.
Útbreiðsla
Fullorðin tré.

Tegundin rekur uppruna sinn til vesturstrandar Norður-Ameríku og vex í fjalllendi frá Kanada suður að landamærum Mexíkó. Blágreni hefur þó verið plantað víða um heim í nytjaskógrækt, einkum í Evrópu.

Blágreni er náskylt bæði hvítgreni, sem vex norðar og austar í Klettafjöllunum, og sitkagreni, sem vex nær Kyrrahafsströndinni og blandar kyni með báðum tegundum.

Blágreni á Íslandi

breyta

Fyrstu blágrenin voru gróðursett á Íslandi í Mörkinni á Hallormsstað árið 1905. Hæstu trén eru komin yfir 20 metra [2][3] . Síðan 1955 hefur blágreni verið flutt inn reglulega og er mest af fræi fengið frá Colorado fylki BNA.

Nytjar

breyta

Blágreni er mikið notað í nytjaskógrækt fyrir framleiðslu timburs og pappírs. Viður þess kemur að sérstökum notum við gerð strengjahljóðfæra. Það er stundum notað sem jólatré, þó sjaldnar en rauðgreni.

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  • Í lundi nýrra skóga; grein í Morgunblaðinu 1956
  • Auður I. Ottesen (ritstj.) (2006). Barrtré á Íslandi. Sumarhúsið og garðurinn. ISBN 9979-9784-0-6.
  1. Conifer Specialist Group (1998). "Picea engelmannii". IUCN Red List of Threatened Species. Version 2006. International Union for Conservation of Nature.
  2. Tíu teg­und­ir trjáa í 20 metra klúbb­inn og fleiri eru á leiðinni Mbl.is skoðað 24. okt. 2020
  3. Skógræktin. „30 metra markið nálgast“. Skógræktin. Sótt 24. október 2020.


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.