Parísarsamningurinn

Parísarsamningurinn er samþykkt gerð innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem fæst við útblástur gróðurhúsalofttegunda frá og með árinu 2020. Samningurinn tekur þannig við af Kýótóbókuninni sem nær til ársins 2020. Samningurinn var gerður á lokadegi Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París 12. desember 2015. Opnað var fyrir undirskriftir á degi jarðar 22. apríl 2016 og 177 lönd undirrituðu samninginn sama dag. Af þeim höfðu 27 fullgilt samninginn í september 2016. Samningurinn tekur gildi þegar minnst 55 lönd sem bera ábyrgð á 55% af útblæstri gróðurhúsalofttegunda hafa fullgilt hann. Um 40% alls útblásturs gróðurhúsalofttegunda er í tveimur löndum, Bandaríkjunum og Kína, sem bæði fullgiltu samninginn 3. september 2016. Bandaríkin drógu þátttöku sína til baka með yfirlýsingu Donald Trump Bandaríkjaforseta 1. júní 2017 en gerðust aftur aðilar að samningnum eftir að Joe Biden tók við af Trump sem forseti þann 20. janúar 2021.[1]

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, undirritar samninginn.

Markmið samningsins er að stöðva aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og ná að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Samningurinn gerir ráð fyrir að aðildarríki meti stöðu sína á 5 ára fresti. Fyrsta matið fór fram árið 2023.

Tilvísanir

breyta
  1. „Fimmtán til­skip­an­ir á fyrsta degi“. mbl.is. 20. janúar 2021. Sótt 20. janúar 2021.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.