Tígrisdýr

(Endurbeint frá Panthera tigris)

Tígrisdýr eða tígur (fræðiheiti: Panthera tigris) er stærsta tegundin af fjórum innan ættkvíslar stórkatta (panthera). Hinar þrjár tegundirnar eru hlébarði, ljón og jagúar. Tígrisdýr geta orðið 3,3 metrar á lengd og vegið allt að 306 kílóum. Það er þriðja stærsta landrándýrið (á eftir ísbirni og skógarbirni). Það er með einkennandi svartar rendur á rauðgulum feldi. Það er með einstaklega sterkar og langar vígtennur sem geta orðið allt að 9 cm að lengd. Þau geta orðið allt að 26 ára gömul.

Tígrisdýr
Tímabil steingervinga: Snemma á pleistósen – nútíma
Bengaltígur (P. tigris tigris) í Ranthambhore-þjóðgarðinum á Indlandi.
Bengaltígur (P. tigris tigris) í Ranthambhore-þjóðgarðinum á Indlandi.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Kattardýr (Felidae)
Ættkvísl: Stórkettir (Panthera)
Tegund:
P. tigris

Tvínefni
Panthera tigris
(Linnaeus, 1758)
Söguleg útbreiðsla tígrisdýra um 1850 (ljósgult) og 2006 (grænt)
Söguleg útbreiðsla tígrisdýra um 1850 (ljósgult) og 2006 (grænt)
Undirtegundir

Bengaltígur (P. t. tigris)
Indókínatígur (P. t. corbetti)
Malasíutígur (P. t. jacksoni)
Súmötrutígur (P. t. sumatrae)
Síberíutígur (P. t. altaica)
Kínatígur (P. t. amoyensis)
Kaspíahafstígur (P. t. virgata)
Balítígur (P. t. balica)
Jövutígur (P. t. sondaica)

Samheiti
Felis tigris Linnaeus, 1758

Tigris striatus Severtzov, 1858

Tigris regalis Gray, 1867

Tígrisdýr voru áður algeng um alla Asíu en hefur fækkað mjög svo nú ná búsvæði þeirra aðeins yfir 7% af sögulegu útbreiðslusvæði. Þær sex deilitegundir sem eftir eru eru skilgreindar í útrýmingarhættu af IUCN. Talið er að milli 3.062 og 3.948 dýr séu enn til í náttúrunni en voru um 100.000 við upphaf 20. aldar. Stofnarnir hafa lifað af á litlum einangruðum svæðum. Helstu ástæður fækkunar tígrisdýra eru búsvæðaeyðing, tvístrun búsvæða og veiðiþjófnaður.

Fræg tígrisdýr

breyta
  • Ming, sem árið 2003 átti heima á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi í Harlem í New York, var fluttur til Ohio eftir að hann beit húsbónda sinn í lærið.[1][2][3]
  • Champawat mannætan var tígrislæða, sem drap 438 manneskjur í Nepal og Kumaon á árunum 1903 – 1911.[4]

Heimildir

breyta
  1. Moore, Martha T. @ USA Today árið 2003. Skoðað 7. nóvember 2010.
  2. Hinckley, David @ NY Daily News árið 2010. Skoðað 7. nóvember 2010.
  3. Animal Planet: Interview with Antoine Yates árið 2010. Skoðað 7. nóvember 2010.
  4. Wood, Gerald L.: The Guinness Book of Animal Facts and Feats, 2nd Edition, bls. 45, England 1976.