Búsvæðaeyðing er eyðing búsvæða lífvera. Búsvæðaeyðing dregur úr líffræðilegum fjölbreytileika á því svæði og eykur hættu á útdauða tegunda. Meginorsök búsvæðaeyðingar af mannavöldum er skógeyðing vegna landbúnaðar í þróunarlöndum, en búsvæðaeyðing stafar líka af þéttbýlismyndun og nýtingu náttúruauðlinda (t.d. námagröftur, vatnsaflsvirkjanir og botnvörpuveiðar). Aðrar orsakir búsvæðaeyðingar geta verið loftslagsbreytingar, ágengar aðskotategundir, jarðhræringar, búsvæðaskipting og breytingar á næringarsamsetningu vistkerfa.

Skógeyðing í Bólivíu vegna sojaræktunar.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.