Kristján Frímann Kristjánsson
Ljósmynd - Jón Kaldal

Kristján Frímann Kristjánsson (fæddur 5. febrúar 1950) er íslenskur myndlistarmaður. Hann nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands) 1969 – 1973. Og síðar við Listaháskólann í Stokkhólmi 1977 – 1980. Hann er Vestfirðingur að ætt og uppruna en foreldrar hans voru bæði fædd og uppalin í Arnarfirði. Hann hefur haldið einar tíu einkasýningar á verkum sínum, þá fyrstu á Neskaupsstað en flestar hinna í Reykjavík.

Kristján Kristjánsson vinnur einkum í form sem nefnist collage en það er dregið af franska orðinu coller sem þýðir að líma og sem nær yfir allar tegundir listrænna hluta sem skeyttir eru saman í eina heild. Kristján hefur í gegnum tíðina unnið ýmsar myndskreytingar á útgefið efni svo sem blöð og tímarit, hljómplötuumslög (Megas og Mannakorn), kort og auglýsingar.

Kristján Frímann fæst við drauma og textagerð. Á síðasta áratug tuttugustu aldar fjallaði hann mikið um drauma í blöðum, tímaritum og útvarpi. Hann skrifaði vikulega um drauma í Morgunblaðið og hélt úti vikulegum tveggja tíma löngum útvarpsþætti um efnið á Aðalstöðinni. Þá hefur hann skrifað bók um drauma.

Samankomnir dunda þeir sér við eitt og annað svo sem hljómplötusöfnun. Vegna áhuga kfk á tónlist og vinylplötum varð áhugamálið smám saman að söfnun þar sem ákveðnir flokkar urðu fyrirferarmeiri en aðrir svo sem rokk, Beethoven, jólaplötur, söngleikir og SG-hljómplötur.

Þegar kfk fór að grafa betur í SG-hljómplötur sá hann fljótt hvílíkan fjársjóð var þar að finna. Fjársjóð sem honum fannst að allir þyrftu að eiga aðgang að og því setti hann alla útgáfu Svavars Gests undir nafninu SG-hljómplötur hér inn á Wikipedia.