Notandi:Gissur Ari/sandbox
Rave
Rave, Rave dans eða Rave party (Sbr. sögninni að reiva) er svakalegt eða gífurlega stórt partý. Það dregur uppruna sinn frá sýru house tónlistarpartýi, þar sem raftónlist og flott ljósa- eða leisersýning spila stórt hlutverk. Í svona partýi dansar fólk og blandar saman geði við danstónlist sem plötusnúður spilar oftast. Tegundirnar af raftónlistinni sem spiluð er eru gífurlega margar eins og hosue, trans, teknó, jungle, beakbeat, liquid funk, trommur og bassi(e. drum & bass), döbbstepp (e. dubstep), harðkjarna teknó (e. Hardcore techno), eurodans (e. eurodance) og flestar aðrar raftónlistarstefnur og með þessu eru ljósasýningar, ljóma stafir [ljómastafur | http://en.wikipedia.org/wiki/Glow_stick], skjávarpaðar myndir, líkamsmálning og reykvélar ómissandi. Rave á uppruna sinn að rekja á Stóra-Bretlandi og var það virkilega vinsælt í byrjun 10. áratugarins en þó hafa þau verið haldin í ólíkri mynd en við þekkjum í dag allt síðan á 6. áratugnum.
.
Skýring
breytaRave er tegund af teitum þar sem spiluð er hröð tónlist og mikið er dansað. Rave menningin náði hápunkti á 10. Áratugnum og þá aðallega í Bretlandi. Elektrónísk músik, flottar ljósasýningar og eiturlyf eru stór þáttur af rave menningu og vert ber að taka fram að þetta er ekki tónlistarstefna. Rave-tónlist getur verið af ýmsum toga en er þó hröð, takföst og tölvugerð.
Uppruni
breytaÁ seinni hluta 6. áratugarins var orðtakið „Rave“ notað yfir villt bóhema partý bítnikka (e. Beatnik). Árið 1958 tók Buddy Holly upp slagarann „Rave On“, þar sem hann syngur um gleðina og geggjunina við góða tilfinningu og um löngunina við að láta hana aldrei hverfa. Orðið „Rave“ var seinna notað í mod menningunni og þar náði orðtakið yfir öll villt partý sem haldin voru. Fólk sem voru miklir djammarar var þess vegna lýst sem „reivurum“ (e .Ravers). Þekktir tónlistarmenn eins og Steve Marriot úr The Small Faces og Keith Moon úr The Who voru sjálflýstir „reivarar“.
Áður en orðið var tengt við raftónlist á miðjum 9. áratugnum, var algengt að orðið „rave“ væri notað yfir „bílskúrsrokk“ og „sýrurokk“ á miðjum 7. áratugnum (þá sérstaklega yfir tónlist The Yardbirds sem gáfu út plötuna Having a Rave Up í Bandaríkjunum). Á meðal þess að vera notað yfir „bílskúrsrokk“ og almennt yfir villt partý var orðið einnig notað yfir ákveðinn kafla í lögum. Þessi kafli var hápunktur og kom hann yfirleitt þegar var farið að líða undir lok lagsins þegar farið var að spila tónlistina hraðar, þyngri og með meiri ákafa. Seinna meir var orðið hluti af nafni á raftónlistar viðburði sem var haldinn 28. Janúar 1967 í Roundhouse húsinu í London og hét „Million volt light and sound rave“. Tónleikarnir innihéldu meðal annars einu upptöku sem spiluð var fyrir almenning af tilraunakenndum hljóðbút sem Bítillinn Paul McCartney bjó til fyrir viðburðinn- þetta var hinn goðsagnakennda Carnival of Light upptaka.
Eftir mod -tímabilið (1963-1966) datt orðið „rave“ úr tísku. Við tók annað tímabil og voru hippar í mikilli tísku. Önnur orð komu með hippunum og virtist orðið „rave“ hverfa nánast algjörlega fyrir utan nokkrar undantekningar. Þýðing og notkun orðsins breyttist síðan á seinni hluta 9. áratugarins og fóru ungmenni þá að nota orðið aftur. Hugsanlegt er að orðið hafi verið notað aftur vegna áhrifa frá Jamaíka.
Á miðjum 9. áratugnum varð elektrónísk danstónlist og þá helst teknó (e. techno) tónlist mjög vinsæl á skemmtistöðum, teitum og þá helst í teitum sem haldin voru í yfirgefnum húsum. Þessi teiti voru svipuð þeim sem haldin höfðu verið á 7. áratugnum að því leyti að þau voru haldin í yfirgefnum húsum. Þessi teiti voru fyrst vinsæl í Manchester en seinna meir urðu þau einnig vinsæl í London. Þetta átti síðan eftir að vera þekkt sem rave-senan, hún svipaði mjög til annara sena sem höfðu verið í gangi í Bretlandi á 7, 8 og 9. áratugunum. Þegar stefnur Margret Thatcher höfðu á 8. áratugnum leitt til þess að texstíl iðnaðurinn í norðvestur Bretlandi leið undir lok. Vegna þess voru margar verksmiðjur og vöruhús yfirgefin og höfðu ungmenni þá hist í yfirgefnum verksmiðjum og vöruhúsum til þess að skemmta sér og hlusta á tónlist. Þar var einnig dansað alla nóttina og var þetta hin mesta skemmtun.
Þeir fyrstu til þessa að skipuleggja rave í Manchester voru meðlimir hljómsveitarinnar The Stone Roses en þeir nýttu vinsældir sínar til þess að dulbúa rave sem tónleika en í staðinn voru þeir búnir að ráða plötusnúða til þess að spila fyrir áhorfendur. Einnig auglýstu þeir oft rave sem upptökur fyrir tónlistarmyndböndin sín. Þá borguðu ungmennin sem sóttu þá viðburði 5 sterlingspund og fengu í staðinn 1 penný sem þau límdu á handarbakið sitt og virkaði það eins og miði þeirra á rave-in. Þetta penný var einnig þeirra „greiðsla“ fyrir að leika aukahlutverk í gerð tónlistarmyndbandanna. Svona hélt þetta áfram í nokkra mánuði og náðu þeir að halda lögreglunni frá.
Á seinni hluta 9. áratugarins varð house-tónlist virkilega vinsæl á skemmtistöðum og í þessum stóru partýum sem haldin voru, rave urðu með þessari nýju tónlistarstefnu vinsælli meðal almennings og þar af leiðandi varð allt stærra. Til dæmis voru 25.000 manns farnir að mæta á þessa stóru viðburði sem höfðu áður hýst í kringum 4.000 manns. Þeir sem sóttu þessi rave voru oft meðlimir í stéttarfélögunum á Bretlandi og oftar en ekki voru þetta sömu hópar og sóttu fótboltaleiki. Það var mjög algengt að gestirnir á rave-um voru miklir fótboltaaðdáendur. Rave fóru almennilega að slá í gegn þegar þau urði vinsæl í London og þá var elektróníska tónlistin komin til að vera. Í kringum 10. áratuginn voru rave farinn að svipa til þess sem við þekkjum í dag en það hefur verið mikil þróun í öllu því sem tengist þessum partýum, allt frá staðsetningu og til tónlistarinnar.
Tónlistin
breytaÖll tónlist sem er spiluð á rave-um flokkast undir “rave tónlist”. Þessi tónlist er nánast einungis elektrónísk tónlist og eru flestir flokkar af elektrónískri tónlist spilaðir á rave-um. Þar ber helst að nefna house, trance, breakbeat, drum & bass, hardcore-techno og industrial techno. Tónlistarstefnurnar eru þó mun fleiri og undirflokkar þeirra gífurlega margir. Vegna allra þessara tónlistarstefna verður rave ekki flokkað sem tónlistarstefna heldur frekar sem menning. Menningin er rave og því fylgir ákveðin tónlist svipað og með Hip-Hop og Rapp. Hip-hop er oft túlkað sem menning og hluti af henni er t.d. veggmálning, breikdans og rapptónlist.
Staðsetning
breytaRave eru oftast haldin á stórum svæðum eins og t.d. í vöruhúsum, á klúbbum, á strönd, í flugskýlum, á ökrum og á flestum stöðum þar sem hægt er að koma fyrir stórum græjum og mikið af fólki. Á gulldögum rave-a sóttu mörg þúsund manns stærstu viðburðina. Þá var staðsetningin leyndarmál og oft var ekki látið vita hvar rave áttu að vera fyrr en nokkrum klukktutímum áður en teitin byrjuðu. Þetta var gert til þess að halda lögreglunni í burtu. Oft voru tónleikahaldarar með auka staðsetningu tilbúna ef lögreglan skyldi mæta, en það var oftar en ekki rauninn.
Eiturlyf
breyta„Rave-arar“, eða einstaklingar sem stunda rave-partý mikið, eiga það til að nota eiturlyf. Þessi eiturlyf eru notuð sem orkugjafi og örva þau manneskjuna. Eftir að hafa innbyrt þessi eiturlyf getur einstaklingurinn dansað mun lengur. Menn hafa dansað í margar klukkustundir á ofskynjunarlyfjum og er þetta mjög vinsælt í svona teitum. Þessi eiturlyf hafa þó slæm áhrif á líkamann, eins og flest eiturlyf. Þau valda t.d. ofskynjun og geta ollið miklum þurrki í líkamanum.
Þar sem er rave eru eitulyf og eru þar sum efni vinsælari en önnur og oftar en ekki eru þetta efni sem gerir fólk spennt og veitir þeim aukna orku til þess að geta dansað tímunum saman. Dæmi um slíkt eiturlyf er Methylenedioxymethamphetamine (MDMA) . Götuheiti MDMA getur verið E-tafla, alsæla, Molly, Adam og Elskuhuga hraði. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) tók saman lista þar sem farið er yfir áhrif MDMA á mannslíkamann og andlegaheilsu:[1]
• Áhrif endast í 3-6 klukkutíma.
• Gerir fólki kleift að dansa tímunum saman.
• Eykur líkurnar á ofþornun, ofspennu, hjartastoppi, nýrnabilun og eykur líkamshita, sem getur leitt til dauða.
• Langtímaáhrif geta verið svefnleysi, þunglyndi, kvíði og minningstap.
Önnur eiturlyf sem notuð eru heita Ketamín, LSD, Rohypnol og GHB. En þessi eiturlyf hafa flest, ólíkt við MDMA, sljóvgandi áhrif og eru að mörgu leyti mjög ólík MDMA.
Rave á Íslandi
breytaIceland-Sensation voru stórir ravetónleikar sem haldnir voru árið 2006. Fyrst átti að halda tónleikana í Kaplakrika í Hafnafirði og áttu þetta að vera mikilfenglegir tónleikar. Eitthvað hefur þó farið úrskeiðis í skipulagningu viðburðarins eða miðasala verið mjög dræm vegna þess að hann var að lokum haldin á Broadway, sem tekur mun minni mannfjölda heldur en Kaplakriki. Ísland er þó að mörgu leyti hræðileg staðsetning fyrir rave og er það helst köldu veðurfari að kenna. Sumrin eru heldur ekki hentugari, þó veðrið sé talsvert skárra. Dagurinn teygist þá langt fram á nóttina, en mörgum finnst mikilvægt að halda rave í miklu myrkri svo ljósasýningar fái að njóta sín.
Heimildir
breyta- http://www.thesite.org/drinkanddrugs/drugculture/drugstrade/thehistoryofrave skoðað 5. mars 2013
- http://www.popcenter.org/problems/rave_parties/ skoðað 1. mars 2013
- http://www.visir.is/ExternalData/pdf/sirkus/S060623.pdf skoðað 27. feb 2013
- http://www.fbi.gov/scams-safety/clubdrugs skoðað 27. feb 2013
- http://www.thefreedictionary.com/rave