Norræna tímatalið

Norræna tímatalið er það tímatal sem Norðurlandabúar notuðu þar til júlíanska tímatalið tók við sem almennt tímatal, og raunar lengur. Tímatalið og mánaðaheitin miðast við árstíðir sveitasamfélagsins og skiptast í sex vetrarmánuði og sex sumarmánuði. Það miðast annars vegar við vikur, fremur en daga, og hins vegar við mánuði, sem hver um sig taldi 30 nætur. Með þessum hætti hefjast mánuðirnir þannig á ákveðnum vikudegi, fremur en á föstum degi ársins.


TímataliðBreyta

Talið í vikumBreyta

Árið var talið 52 vikur eða 364 dagar. Til þess að jafna út skekkjuna sem varð til vegna of stutts árs var skotið inn einni aukaviku, svokölluðum sumarauka á 5 eða 6 ára fresti. Þó örsjaldan, eða einu sinni á hverjum 400 árum, á 7 ára fresti. Þannig var sumarið talið 27 vikur þau ár sem höfðu sumarauka, en 26 vikur annars. Í lok sumars voru tvær svonefndar veturnætur og var sumarið alls því 26 (27) vikur og tveir dagar. Allar vikur sumars hefjast á fimmtudegi, en vetrarvikurnar á laugardegi. Með þessu móti verður veturinn styttri en sumarið, eða 25 vikur og 5 dagar.

Talið í mánuðumBreyta

Í mánuðum taldist árið vera 12 mánuðir þrítugnættir og auk þeirra svonefndar aukanætur, 4 talsins, sem ekki tilheyrðu neinum mánuði. Aukanætur komu inn á milli sólmánaðar og heyanna á miðju sumri. Sumaraukinn taldist heldur ekki til neins mánaðar en honum var skotið inn þau ár sem hann var á eftir aukanóttum.

Í Íslendingasögum er algengt orðalag að tala um „þau missiri“ þegar átt er við heilt ár, en orðið ár kemur hins vegar varla eða ekki fyrir þegar rætt er um tíma.

Norræna tímatalið hefur reynst lífseigt að ýmsu leyti. Í Danmörku voru gömlu mánaðaheitin löguð að nýja tímatalinu og á Íslandi eru ýmsar hátíðir haldnar sem tengjast því.

MánaðaheitinBreyta

Íslensku mánaðaheitinBreyta

Dönsku mánaðaheitinBreyta

  • Vetur: slagtemåned, julemåned, glugmåned, blidemåned, tordmåned, fåremåned
  • Sumar: vårmåned, skærsommer, ormemåned, høstmåned, fiskemåned, sædemåned

Snorra-EddaBreyta

  • Vetur: gormánuður, ýlir eða frermánuður, mörsugur eða hrútmánuður, þorri, góa, einmánuður
  • Sumar: gaukmánuður, sáðtíð eða eggtíð eða stekktíð, sólmánuður eða selmánuður, heyannir, kornskurðarmánuður, haustmánuður

Hátíðir sem tengjast norræna tímatalinuBreyta

Tengt efniBreyta


Mánuðirnir samkvæmt norræna tímatalinu
Gormánuður | Ýlir | Mörsugur | Þorri | Góa | Einmánuður | Harpa | Skerpla | Sólmánuður | Heyannir | Tvímánuður | Haustmánuður