Mörsugur
Mánuður í norræna tímatalinu
Mörsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Hann hefst alltaf á miðvikudegi í níundu viku vetrar á tímabilinu 20. til 27. desember. Gísli Jónsson, íslenskufræðingur, hélt því fram að mörsugur væri sá mánuður sem sýgur mörinn, „ekki einasta úr skepnunum, heldur nánast öllu sem lífsanda dregur.“ [1]