Skerpla
Mánuður í norræna tímatalinu
Skerpla er áttundi mánuður ársins og annar mánuður sumars samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Skerpla hefst á laugardegi í fimmtu viku sumars, eða 19. til 25. maí samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Ekki er vitað um uppruna nafnsins (heitið kemur einungis fyrst fyrir á 17. öld í varðveittum textum) en í Snorra-Eddu er þessi mánuður kallaður eggtíð og stekktíð.