Nintendo World Cup (熱血高校ドッジボール部 サッカー編) er tölvuleikur fyrir Game Boy.

Í leiknum eru þrettán landslið sem reyna að vinna heimsmeistaratitilinn. Liðin eru Argentína, Bandaríkin, Brasilía, England, Frakkland, Holland, Ítalía, Japan, Kamerún, Mexíkó, Rússland, Spánn, og Þýskaland.

Við upphaf hvers leiks verða leikmenn að velja lið og raða leikmönnum á leikvöllinn. Liðið er skipað markmanni, tveimur varnarmönnum, fyrirliðanum (sem leikmaður stjórnar) og tveimur framherjum.

Fjórir mismunandi vellir eru í boði:

  • Gras: Völlurinn er til fyrirmyndar, hefðbundinn knattspyrnuleikvangur.
  • Grjót: Ef að leikmaður dettur, mun það taka hann tíma að jafna sig.
  • Sandur: Það hægir umtalsvert á leikmönnum.
  • Svell: Rennitæklingar eru stórhættulegar.

Ýmis brögð eru til við markaskorun. Hægt er að nota hjólhestaspyrnu sem ómögulegt er að stoppa.

Við lok hvers unnins leiks er lykilorð sýnt, það gerir leikmanninum kleyft að komast aftur á það stig síðar meir.

Leiknum er lokið ef að leikur endar í jafntefli eða tapast.

Ef þú vinnur úrslitaleikinn fagnar liðið og fyrirliðinn tekur við bikarnum.

Þessi leikur er einnig til fyrir NES og nefnist þar Nintendo World Cup.

Wikipedia
Wikipedia