Napa-sýsla (Kaliforníu)

sýsla í Bandaríkjunum

Napa-sýsla (enska: Napa County) er sýsla í Kaliforníu í Bandaríkjunum, norður af San Francisco. Í sýslunni má finna Napa Valley. Árið 2020 bjuggu á svæðinu 138.019 manns.[1] Höfuðstaður sýslunnar nefnist Napa.

Napa-sýsla
Napa County
Napa Valley er frægastur fyrir vínrækt
Napa Valley er frægastur fyrir vínrækt
Opinbert innsigli Napa-sýsla
Staðsetning Napa-sýslu í Kaliforníu
Staðsetning Napa-sýslu í Kaliforníu
Staðsetning Kaliforníu í Bandaríkjunum
Staðsetning Kaliforníu í Bandaríkjunum
Hnit: 38°30′0″N 122°19′12″V / 38.50000°N 122.32000°V / 38.50000; -122.32000
Land Bandaríkin
Fylki Kalifornía
Stofnun18. febrúar 1850; fyrir 174 árum (1850-02-18)
HöfuðstaðurNapa
Stærsta byggðNapa
Flatarmál
 • Samtals2.040 km2
 • Land1.940 km2
 • Vatn100 km2
Mannfjöldi
 (2020)[1]
 • Samtals138.019
 • Áætlað 
(2023)
133.216
 • Þéttleiki68/km2
TímabeltiUTC−08:00 (PST)
 • SumartímiUTC−07:00 (PDT)
Svæðisnúmer707
Vefsíðawww.countyofnapa.org Breyta á Wikidata

Napa County er þekkt fyrir vínframleiðslu sína, sem er í svipuðum gæðaflokki og frönsk og ítölsk vín. Sýslan er stutt frá San Francisco, Oakland og Sacramento og er mjög eftirsóttur staður til að búa á. Ekki er óalgengt að húsnæði í sýslunni seljist á allt að 10 milljónir dollara (u.þ.b. 650 milljónir íslenskra króna).[heimild vantar]

Napa er komið úr indjánamáli og getur þýtt hús, móðurland eða fiskur.

Notendur Windows stýrikerfisins kunna að kannast við landslag frá Napa County. Einn bakgrunnurinn, Bliss.jpeg, er frá Napa Valley, með grænum hlíðum og bláum himni.

Borgir og bæir í Napa County

breyta

Vínrækt

breyta

Napa Valley lék lykilhlutverk í að skapa vínum frá Kaliforníu góðan orðstý á heimsmarkaði. Eftir að hafa unnið til fyrstu verðlauna bæði í flokki hvítvína og rauðvína á vínsmökkunarhátíð í París árið 1976 komust kalifornísk vín loks á kortið og frá þeim tíma hefur framleiðsla á vínu margfaldast. Ferðamennska tengd víniðnaði er nú stór atvinnugrein og er dalurinn í öðru sæti á eftir Disneylandi hvað viðkemur fjölda ferðamanna sem heimsækja svæðið á hverju ári.

Vínbú í Napa Valley

breyta
 
Dæmigerð vínekra í Napa Valley.
  • Artesa Winery
  • Acacia
  • Andretti Winery
  • Atlas Peak Vineyards
  • Beaulieu Vineyard
  • Beringer Blass Wine Estates
  • Cakebread Cellars
  • Caymas
  • Carneros Creek Winery
  • Chappellet Winery and Vineyard
  • Chateau Montelena
  • Chimney Rock Winery
  • Clos Du Val Winery
  • Conn Creek Winery
  • Delectus Winery
  • Domaine Carneros
  • Domaine Chandon
  • Duckhorn Vineyards
  • Dutch Henry Winery
  • Far Niente Winery
  • Folie a Deux
  • Frank Family Winery
  • Franciscan
  • Freemark Abbey Winery
  • Frog's Leap Winery
  • Goosecross Cellars
  • Grgich Hills Winery
  • Hans Kornell
  • Heitz Wine Cellars
  • Hess Collection
  • Honig Vineyard & Winery
  • Howell Mountain Vineyards
  • Charles Krug
  • Markham Vineyards
  • Louis Martini
  • Mayacamas Vineyards
  • Merryvale Vineyards
  • Monticello Vineyards
  • Mount Veeder Winery
  • Peju Province
  • Pepi Winery
  • Pride Mountain Vineyards
  • Raymond Vineyard & Cellar
  • Robert Keenan Winery
  • Robert Mondavi
  • Robert Pecota Winery
  • Robert Sinskey Vineyards
  • Rutherford Hill Winery
  • Rutherford Ranch Vineyards
  • Mumm Napa Valley
  • Niebaum-Coppola Winery
  • Opus One
  • Plump Jack Winery
  • Pope Valley Winery
  • Rutherford Hill Winery
  • Saintsbury
  • Schramsberg
  • Seavey Vineyard
  • Sequoia Grove Vineyards
  • Shafer Vineyards
  • Silver Oak Cellars
  • Silverado Vineyards
  • Stag's Leap Wine Cellars
  • Stags' Leap Winery
  • Sterling Vineyards
  • Stony Hill Vineyard
  • Sutter Home
  • Trefethen Vineyards
  • Turnbull Wine Cellars
  • V. Sattui
  • Whitehall Lane Winery
  • William Hill Winery
  • ZD Wines

(ath. ekki tæmandi listi)

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „QuickFacts - Napa County, California“. United States Census Bureau. Sótt 8. nóvember 2024.

Tenglar

breyta