Miðstöð borgaralegra réttinda

Úkraínsk mannréttindasamtök

Miðstöð borgaralegra réttinda (úkraínska: Центр Громадянських Свобод; umritað Tsjentr Hromadjanskykh Svobod) eru mannréttindasamtök í Úkraínu sem leidd eru af lögfræðingnum Oleksöndru Matvíjtsjúk.[1] Samtökin voru stofnuð í Kænugarði árið 2007.[2]

Miðstöð borgaralegra réttinda
Центр Громадянських Свобод
Stofnun2007; fyrir 18 árum (2007)
GerðÓháð samtök, mannréttindasamtök
HöfuðstöðvarFáni Úkraínu Kænugarði, Úkraínu
FormaðurOleksandra Matvíjtsjúk
Vefsíðaccl.org.ua
VerðlaunFriðarverðlaun Nóbels (2022)

Samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2022 ásamt Ales Bjaljatskí og rússnesku mannréttindasamtökunum Memorial.[3] Þetta eru fyrstu Nóbelsverðlaunin sem renna til úkraínsks borgara eða samtaka.

Miðstöð borgaralegra réttinda vinnur að því að leggja fram frumvörp að lagabreytingum til að gera Úkraínu lýðræðislegri og auka stjórn almennings á löggæslu og dómkerfi landsins.[4] Samtökin eru jafnframt í forsvari alþjóðlegra herferða til lausnar fólks sem hefur verið ólöglega fangelsað í Rússlandi og á hernámssvæðum Rússa á Krímskaga og í Donbas.[4][5] Ein helsta áhersla samtakanna er að uppfæra hegningarlög Úkraínu.[4]

Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 hefur Miðstöð borgaralegra réttinda fengist við að kortleggja stríðsglæpi rússneska innrásarhersins. Við veitingu Nóbelsverðlaunanna sagði Nóbelsnefndin það starf ómetanlegt svo hægt yrði að draga hina seku til ábyrgðar.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. „Oleksandra Matviychuk - Ukraine | Coalition for the International Criminal Court“. www.coalitionfortheicc.org. Sótt 17. ágúst 2021.
  2. „The Nobel Peace Prize 2022“. NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 7. október 2022.
  3. „Hljóta friðarverðlaun Nóbels“. mbl.is. 7. október 2022. Sótt 7. október 2022.
  4. 4,0 4,1 4,2 Todorov, Svetoslav (14. febrúar 2022). „Meet Oleksandra Matviichuk from Ukraine“. Friedrich Naumann Foundation (enska). Sótt 7. október 2022.
  5. „Oleksandra Matviichuk“. religiousfreedom.in.ua. Sótt 17. ágúst 2021.
  6. Alexander Kristjánsson (7. október 2022). „Friðarverðlaun fyrir baráttu í Úkraínu og Rússlandi“. RÚV. Sótt 25. október 2022.