Miðherji (körfuknattleikur)

Leikstöður í körfuknattleik
  Leikstjórnandi
Skotbakvörður
Lítill framherji
Kraftframherji
Miðherji

Miðherji (center) er ein af fimm grundvallarstöðum í körfuknattleik eins og við þekkjum hann í dag. Miðherjar eru oftast hæstu og þyngstu leikmenn hvers liðs þó að mikilvægt sé að þeir hafi góðan stökkkraft. Miðherjinn er sá leikmaður í hverju liði sem spilar næst körfunni, en hlutverk hans felst aðallega í því að taka fráköst og sniðskot (lay-up) þegar lið hans er í sókn og að gæta þess að knötturinn komist ekki framhjá honum og ofan í körfuna í vörn. Einn af stórum kostum í fari góðs miðherja er að geta snúið sér fljótt að körfunni eftir sendingu og skorað úr sniðskoti.

Meðal þekktustu miðherja allra tíma má nefna Bill Russell, Wilt Chamberlain, George Mikan, Kareem Abdul-Jabbar, Pau Gasol, David Robinson, Arvydas Sabonis, Hakeem Olajuwon, Joel Embiid, Patrick Ewing, Yao Ming og Shaquille O'Neal

Af þekktum íslenskum miðherjum má nefna Pétur Guðmundsson, Guðmund Bragason, Einar Bollason, Hlyn Bæringsson, Tryggva Hlinason og Friðrik Stefánsson.