Maríuhöfn
(Endurbeint frá Mariehamn)
Maríuhöfn (Mariehamn á sænsku, Maarianhamina á finnsku) er höfuðstaður Álandseyja, sem lúta finnskri stjórn. Í Maríuhöfn eru aðsetur ríkisstjórnar Álandseyja, sem og þingsins, og býr rúmur helmingur íbúa Álandseyja í bænum. Íbúar eru tæpir 12.000 (2019) og tala þeir flestir sænsku.
Bærinn heitir eftir Maríu Alexandrovnu, keisaraynju Alexanders II af Rússlandi, en Álandseyjar, eins og Finnland, lutu stjórn Rússa um hríð þar til Rússneska keisaraveldið leið undir lok árið 1917.
Tenglar
breyta- Opinber heimasíða
- Kort af Maríuhöfn
- Kort af Maríuhöfn og nánasta umhverfi Geymt 23 nóvember 2006 í Wayback Machine