Maríukirkjan í Berlín
Maríukirkjan stendur við Alexanderplatz í miðborg Berlínar, við hliðina á sjónvarpsturninum. Hún er ein elsta kirkja borgarinnar.
Saga Maríukirkjunnar
breytaMaríukirkjan kemur fyrst við skjöl 1292. Grunnurinn var gerður úr ótilhöggnu grjóti sem safnað var af víðavangi. Skipið er gert úr rauðum tígulsteinum í gotneskum stíl. Turninn brann á 17. öld og var endurgerður 1663-1666 og aftur 1789-1790. Orgelið er frá miðri 18. öld. Allan þennan tíma var Maríukirkjan önnur helsta kirkja borgarinnar. En 1938 var messuhöldum hætt í hinni nálægu Nikolaikirkju og hún gerð að tónlistarkirkju. Við það varð Maríukirkjan að helstu kirkju messukirkju borgarinnar og jafnframt þeirri elstu sem enn var í notkun. Í heimstyrjöldinni síðari varð hverfið sem kirkjan stóð í, Maríuhverfið, fyrir miklum loftárásum. Nær öll húsin í kring eyðilögðust en Maríukirkjan skemmdist aðeins lítillega. Hún var eina stærri kirkjan í Berlín sem hægt var að nota strax í stríðslok. Hins vegar þurrkaðist hverfið nær allt út. Fyrir stríð var þétt byggð í kringum kirkjuna en í dag stendur hún stök við norðvesturenda Alexanderplatz.
Dauðadansinn
breytaEitt helsta listaverk miðalda í Berlín er veggmyndin Dauðadansinn (Totentanz) sem er í Maríukirkjunni. Veggmyndin er aðeins 2 metra há en 22,6 metra löng. Myndin sýnir fólk, bæði leikmenn og kennimenn, í dansi við dauðafígúrur. Fyrir neðan eru rímur, þær elstu í Berlín. Ekkert er vitað um tilurð myndarinnar, en giskað hefur verið á að pestin sem geysaði 1484 gæti hafa verið innblásturinn að verkinu. Veggmynd þessi var hulin með kalki þegar siðaskiptin urðu í borginni snemma á 16. öld. Hún var ekki uppgötvuð aftur fyrr en 1861, rúmum 300 árum síðar, af byggingameistaranum Friedrich August Stüler. Listaverkið er heldur illa farið og er varið af glerrúðu í dag.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Marienkirche (Berlin)“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt desember 2009.