Dauðadans
Dauðadans er allegóría frá síðmiðöldum um dauðann. Með dauðadansinum er dauðinn persónugerður og leiðir röð af dönsurum frá öllum æviskeiðum til grafar, þ.e. allir sameinast í dauðadansi að lokum. Dansararnir eru oftast keisari, konungur, unglingur, falleg stúlka, allt beinagrindur. Þær eru gerðar til að minna á fallvaltleika lífsins og hve gæfan er hverful (sjá Sic transit gloria mundi. Gögn um uppruna dauðadansins eru myndskreytingar frá fyrri tíð. Elstu dæmin má finna í grafreit í París frá árinu 1424.
Málverk
breytaElstu listaverk sem sýna dauðadansinn eru freskur í kirkjugarði í París. Það hafa líka varðveist verk eftir Konrad Witz í Basel (1440), Bernt Notke frá Lübeck (1463) og tréskurðarmyndir hannaðar af Hans Holbein yngri og gerðar af Hans Lützelburger (1538).
Tenglar
breyta- Døden fra Lübeck
- A collection of historical images of the Danse Macabre at Cornell's The Fantastic in Art and Fiction