Dauðadans er allegóría frá síðmiðöldum um dauðann. Með dauðadansinum er dauðinn persónugerður og leiðir röð af dönsurum frá öllum æviskeiðum til grafar, þ.e. allir sameinast í dauðadansi að lokum. Dansararnir eru oftast keisari, konungur, unglingur, falleg stúlka, allt beinagrindur. Þær eru gerðar til að minna á fallvaltleika lífsins og hve gæfan er hverful (sjá Sic transit gloria mundi. Gögn um uppruna dauðadansins eru myndskreytingar frá fyrri tíð. Elstu dæmin má finna í grafreit í París frá árinu 1424.

Dauðadansinn (1493) eftir Michael Wolgemut
Pieter Brueghel eldri, Sigur dauðans c. 1562 í Museo del Prado í Madrid, Brueghel var undir miklum áhrifum frá Hieronymus Bosch.

Málverk

breyta

Elstu listaverk sem sýna dauðadansinn eru freskur í kirkjugarði í París. Það hafa líka varðveist verk eftir Konrad Witz í Basel (1440), Bernt Notke frá Lübeck (1463) og tréskurðarmyndir hannaðar af Hans Holbein yngri og gerðar af Hans Lützelburger (1538).

Tenglar

breyta
   Þessi dauðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.