Kapetingar

(Endurbeint frá Kapet-ætt)

Kapetingar voru konungsætt Frakklands frá því Húgó Capet var krýndur Frankakonungur í Noyon í Picardie 3. júlí 987. Greinar Kapetinga telja meðal annars Valois-ætt, Búrgundarætt (og þar með Braganza-ætt), Angevína og Búrbóna. Ættin hefur því ríkt yfir Frakklandi, Navarra, Spáni, Portúgal og Konungsríki Sikileyjanna tveggja.

Húgó Capet
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.