Mahathir bin Mohamad
forsætisráðherra Malasíu (1981-2003 og 2018-2020)
Mahathir bin Mohamad[1] (f. 10. júlí 1925) er fyrrum forsætisráðherra Malasíu[2]. Hann var forsætisráðherra frá 1981 til 2003 og aftur frá 2018 til 2020. Í fyrri stjórnartíð hans tók efnahagslíf landsins miklum breytingum og framleiðsluiðnaður varð meginatvinnuvegur í stað landbúnaðar. Landið nútímavæddist hratt og lífsgæði jukust. Mahathir stjórnaði landinu í anda þjóðarkapítalisma, þar sem hagsmunir þjóðarinnar og stórfyrirtækja eru sagðir fara saman. Á fyrstu stjórnartíð hans fór ríkið út í ýmis risaverkefni eins og byggingu Petronas-turnanna sem voru hæsta bygging heims til ársins 2003.[3]
Mahathir bin Mohamad | |
---|---|
Forsætisráðherra Malasíu | |
Í embætti 16. júlí 1981 – 31. október 2003 | |
Í embætti 10. maí 2018 – 24. febrúar 2020 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 10. júlí 1925 Kedah, Malasíu |
Stjórnmálaflokkur | UMNO (1946–1969, 1972–2008, 2009–2016) BERSATU (2017–2020) PEJUANG (2020–) |
Maki | Siti Hasmah Mohamad Ali |
Börn | 7 (Mukhriz Mahathir) |
Háskóli | Þjóðarháskólinn í Singapúr |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Tilvísanir
breyta- ↑ „Malaysia's Mahathir Mohamad sworn in after shock comeback victory“. BBC News (bresk enska). 10. maí 2018. Sótt 4. apríl 2021.
- ↑ Beech, Hannah (24. febrúar 2020). „Mahathir Mohamad, Malaysia's Prime Minister, Resigns“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 4. apríl 2021.
- ↑ „Visionary, who nurtured an Asian 'tiger'“. web.archive.org. 6. mars 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2008. Sótt 9. júlí 2021.
Fyrirrennari: Hussein Onn |
|
Eftirmaður: Abdullah Ahmad Badawi | |||
Fyrirrennari: Najib Razak |
|
Eftirmaður: Muhyiddin Yassin |