The Vintage Caravan
The Vintage Caravan er íslensk rokkhljómsveit sem var stofnuð árið 2006. Tónlistarstíll þeirra er blanda af klassísku rokki, frumþungarokki og framsæknu rokki.[1]
Eftir plötuna Voyage sem kom út 2012 skrifaði sveitin undir samning við þýska þungarokksútgefandann Nuclear Blast sem gaf aftur út plötuna. Hljómsveitin spilaði á Wacken þungarokkshátíðinni árið 2014 eftir að hafa unnið forkeppni á Íslandi, og hátíðunum Roadburn og Hard Rock Hell. Árið 2015 hætti Guðjón í sveitinni á góðum nótum og Stefán Ari Stefánsson tók við trommuskyldum. Sama ár spilaði sveitin sem upphitunarsveit fyrir þungarokksveitina Europe á Skandinavíutúr þeirra.[2] Haustið 2019 túraði VC um Evrópu með sænsku sveitinni Opeth. VC túrar síðar með Opeth haustið 2021.
Árið 2021 kom út platan Monuments.[3]
Meðlimir
breyta- Óskar Logi Ágústsson – söngur og gítar (2006–)
- Alexander Örn Númason - bassi, bakraddir (2012–)
- Stefán Ari Stefánsson – trommur (2015–)
Fyrrum meðlimur
breyta- Guðjón Reynisson – trommur (2006–2015)
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- The Vintage Caravan (2011) (sjálfútgefið)
- Voyage (2012) (Sena)
- Arrival (2015) (Nuclear Blast)
- Gateways (2018) (Nuclear Blast)
- Monuments (2021) (Napalm Records)
Tónleikaplötur
breyta- The Monuments Tour (2023)
Tilvísanir
breyta- ↑ Vintage Caravan Allmusic, skoðað 14. júlí, 2016
- ↑ THE VINTAGE CARAVAN - to support EUROPE! Nuclearblast. Skoðað 1. september, 2016.
- ↑ https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/the-vintage-caravan-monuments Vintage Caravan - Monuments] Rúv, skoðað 19/4 2021