1162
ár
(Endurbeint frá MCLXII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1162 (MCLXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Brandur Sæmundsson kjörinn Hólabiskup.
- Þorlákur helgi Þórhallsson gerðist prestur í Kirkjubæ á Síðu.
- Ari Þorgeirsson, faðir Guðmundar biskups góða, fór til Noregs, gerðist maður Erlings skakka og barðist með honum í sjóorrustunni við eyna Sekk.
- Björn Gilsson var vígður ábóti í Munkaþverárklaustri.
Fædd
Dáin
- 20. október - Björn Gilsson, Hólabiskup.
Erlendis
breyta- 3. júlí - Thomas Becket vígður erkibiskup af Kantaraborg.
- 7. júlí - Sjóorrusta við eyna Sekk í Noregi milli manna Hákonar herðabreiðs Noregskonungs og Erlings skakka. Hákon féll í orrustunni.
- 15. júlí - Ladislás 2. varð konungur Ungverjalands.
- Friðrik Barbarossa lagði Mílanó undir sig eftir langt umsátur.
- Valdimar mikli vann Friðrik Barbarossa hollustueið.
Fædd
- 13. október - Elinóra Kastilíudrottning, kona Alfons 8. (d. 1214).
- Knútur 6. Valdimarsson, Danakonungur (d. 1202).
- Djengis Khan, stofnandi Mongólaveldisins (d. 1227).
Dáin
- 10. febrúar - Baldvin 3., konungur Jerúsalem (f. 1130).
- 27. júní - Odo 2., hertogi af Búrgund (f. 1118).
- 7. júlí - Hákon herðabreiður, Noregskonungur (f. 1147).
- Heloise, ástkona Pierre Abélard (f. 1101).