1164
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1164 (MCLXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Landskjálfti í Grímsnesi og létust 19 menn.
- Ari Þorgeirsson mætti á Alþingi með flokk þrjátíu vopnaðra Norðmanna og réði Þorgeir Hallason goði, faðir hans, og synir hans mestu á þinginu þetta sumar. Var það kallað skjaldasumar.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- Erkibiskupsdæmi var stofnað í Uppsölum í Svíþjóð.
- Mótpáfinn Paskalis 3. var kjörinn af kardinálum hliðhollum Friðriki rauðskegg keisara.
- Ólafur digri var tekinn í heilagra manna tölu.
- Samþykkt á kirkjuþingi í Englandi að prestar skyldu kosnir af ríkisráði konungs og vera settir undir konungsvald í öllum veraldlegum málum.
- Alfons 2. varð konungur Aragóníu.
Fædd
- 21. september - Sancha af Kastilíu, drottning Aragóníu, kona Alfons 2. (d. 1208).
- Sörkvir yngri Karlsson, Svíakonungur (d. 1210).
Dáin