Nani
Luís Carlos Almeida da Cunha (fæddur 17. nóvember 1986), oftast kallaður Nani, er portúgalskur knattspyrnumaður sem leikur með Lazio á láni frá Valencia FC. Einnig leikur hann með portúgalska landsliðinu. Hann hefur einnig spilað með Manchester United, Sporting CP og Fenerbahce.
Nani | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Luís Carlos Almeida da Cunha | |
Fæðingardagur | 17. nóvember 1986 | |
Fæðingarstaður | Praia, Grænhöfðaeyjum | |
Hæð | 1,75 m | |
Leikstaða | Kantmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Sporting CP á láni frá Manchester United | |
Númer | 17 | |
Yngriflokkaferill | ||
2000–2003 2003–2005 |
Real de Massamá Sporting CP | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2005–2007 | Sporting CP | 58 (9) |
2007–2015 | Manchester United | 147 (25) |
2014-2015 | Sporting CP (á láni) | 27 (7) |
2015-2016 | Fehnerbahce | 28 (8) |
2016- | Valencia | 25 (5) |
2017- | S. S. Lazio( á láni) | 14 (3) |
Landsliðsferill2 | ||
2006– 2006– |
Portúgal U-21 Portúgal |
10 (1) 112 (24) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Ævi
breytaNani fæddist í Praia á Grænhöfðaeyjum. Hann fluttist svo til Amadora á meginlandi Portúgals og varð vinur Manuel Fernandes sem var leikmaður Valencia CF á Spáni.
Sporting CP
breytaNani Spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sporting CP á tímabilinu 2005-2006. Hann spilaði svo 29 leiki á tímabilinu og skoraði fjögur mörk. Tímabilið 2006-2007 spilaði hann svo aftur 29 leiki en skoraði 5 mörk að þessu sinni.
Manchester United
breytaManchester United tilkynntu kaup sín á Nani í maí 2007 og var kaupverðið talið vera um 14-17 milljónir punda. Hann fékk þann stimpil að vera hinn nýi Ronaldo, þar sem hann kom frá sama félagi og er með mjög svipaðan leikstíl.