Lover (plata)

Breiðskífa eftir Taylor Swift frá 2019

Lover er sjöunda breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 23. ágúst 2019 af Republic Records. Swift tók upp Lover með upptökustjórunum Jack Antonoff, Joel Little, Louis Bell, og Frank Dukes í kjölfar Reputation Stadium Tour (2018), tónleikaferðalag plötunnar Reputation (2017).

Lover
Breiðskífa eftir
Gefin út23. ágúst 2019 (2019-08-23)
Tekin uppNóvember 2018 – febrúar 2019
Hljóðver
  • Conway Recording (Los Angeles)
  • Electric Lady (New York)
  • Golden Age West (Auckland)
  • Golden Age (Los Angeles)
  • Electric Feel (Los Angeles)
  • Metropolis (London)
Stefna
Lengd61:48
ÚtgefandiRepublic
Stjórn
Tímaröð – Taylor Swift
Reputation
(2017)
Lover
(2019)
Live from Clear Channel Stripped 2008
(2020)
Smáskífur af Lover
  1. „Me!“
    Gefin út: 26. apríl 2019
  2. „You Need to Calm Down“
    Gefin út: 14. júní 2019
  3. „Lover“
    Gefin út: 16. ágúst 2019
  4. „The Man“
    Gefin út: 27. janúar 2020
  5. „Cruel Summer“
    Gefin út: 20. júní 2023

Tónlistin sem má finna á þessari plötu er ólík þeirri fyrri. Reputation hafði dökkan hipphopp eiginleika, þar sem í Lover má heyra bjartari hljóm með eiginleika úr rafpoppi, popp rokki, og hljóðgervlapoppi. Textar laganna fjalla um tilfinningar eins og ást, skuldbindingu, þrá, og hugarangur. Sum lög snerta efni á borð við réttindi hinsegin fólks og femínisma.

Fjórar smáskífur voru gefnar út árið 2019: „Me!“ ásamt Brendon Urie úr Panic! at the Disco, „You Need to Calm Down“, „Lover“, og „The Man“. Fimmta smáskífan „Cruel Summer“ var gefin út árið 2023 og komst á topp Billboard Hot 100 listans. Lover var sjötta samfellda plata Swift til að ná fyrsta sæti Billboard 200 í útgáfuviku, og var viðurkennd sem þreföld platína af Recording Industry Association of America (RIAA). Hún náði á topp vinsældalista og hlaut fjölplatínu viðurkenningu í Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálandi, og Bretlandi. Samkvæmt International Federation of the Phonographic Industry (IFPI) var hún mest selda popp platan árið 2019 með 3,2 milljón seld eintök.

Á 62. Grammy-verðlaununum var Lover tilnefnd sem besta söng-popp platan (Best Pop Vocal Album) árið 2020, titillagið var tilnefnt sem lag ársins (Song of the Year) og „You Need to Calm Down“ hlaut tilnefningu sem besti popp flutningur einstaklings (Best Pop Solo Performance). Platan vann í flokknum uppáhalds popp/rokk platan (Favorite Pop/Rock Album) á American Music-verðlaununum árið 2019 og smáskífurnar unnu fjögur MTV Video Music-verðlaun.

Lagalisti

breyta
Lover – Stöðluð útgáfa
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
1.„I Forgot That You Existed“
  • Swift
  • Bell
  • Frank Dukes
2:51
2.„Cruel Summer“
  • Swift
  • Antonoff
2:58
3.„Lover“Swift
  • Swift
  • Antonoff
3:41
4.„The Man“
  • Swift
  • Joel Little
  • Swift
  • Little
3:10
5.„The Archer“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
3:31
6.„I Think He Knows“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
2:53
7.„Miss Americana & the Heartbreak Prince“
  • Swift
  • Little
  • Swift
  • Little
3:54
8.„Paper Rings“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
3:42
9.„Cornelia Street“Swift
  • Swift
  • Antonoff
4:47
10.„Death by a Thousand Cuts“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
3:19
11.„London Boy“
  • Swift
  • Antonoff
  • Cautious Clay
  • Mark Anthony Spears
  • Swift
  • Antonoff
  • Sounwave
3:10
12.„Soon You'll Get Better“ (ásamt The Chicks)
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
3:22
13.„False God“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
3:20
14.„You Need to Calm Down“
  • Swift
  • Little
  • Swift
  • Little
2:51
15.„Afterglow“
  • Swift
  • Bell
  • Feeney
  • Swift
  • Bell
  • Dukes
3:43
16.„Me!“ (ásamt Brendon Urie úr Panic! at the Disco)
  • Swift
  • Little
  • Urie
  • Swift
  • Little
3:13
17.„It's Nice to Have a Friend“
  • Swift
  • Bell
  • Feeney
  • Swift
  • Bell
  • Dukes
2:30
18.„Daylight“Swift
  • Swift
  • Antonoff
4:53
Samtals lengd:61:48
Lover – Deluxe útgáfa[1]
Nr.TitillLengd
19.„I Forgot That You Existed“ (Píanó/Söngur)3:30
20.„Lover“ (Píanó/Söngur)5:39
Samtals lengd:70:57

Tilvísanir

breyta
  1. Lover Deluxe Edition Volume 1 (CD liner notes). Taylor Swift. Republic Records. 2019. B0030608-02.