Logique Port-Royal
Logique Port-Royal (eða Port-Royal rökfræðin) er þekktara nafn á La logique, ou l'arte de penser (Rökfræðin eða listin að hugsa), sem var mikilvæg kennslubók um rökfræði, fyrst gefin út nafnlaust árið 1662 af Antoine Arnauld og Pierre Nicole, tveimur nemendum hins janseníska Port-Royal skóla suðvestur af París í Frakklandi.
Bókin var rituð á frönsku og varð afar vinsæl. Hún var notuð allt fram á 20. öld sem inngangsbók í rökfræði. Bókin ber merki um mikil áhrif frá cartesískri frumspeki og þekkingarfræði (en Arnauld var, ásamt Thomasi Hobbes, einn helsti heimspekingurinn sem birtar voru mótbárur eftir í bók Descartes Meditationes de Prima Philosophia (Hugleiðingum um frumspeki) ásamt viðbrögðum Descartes).
Stundum er vitnað til Logique Port-Royal sem fyrirmyndardæmi um hefðbundna setningarökfræði.
Tengt efni
breytaHeimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Port-Royal Logic“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. október 2005.