Listi yfir handhafa einkarétts á Íslandi
Eftirfarandi hafa einkarétt til einhvers skv. íslenskum lögum, handhahafar almennra einkaleyfa eru ekki á listanum.
- Háskóli Íslands: Til að gefa út og selja eða afhenda með öðrum hætti almanök og dagatöl. (1. gr. [2] laga um einkaleyfi handa Háskóla Íslands til útgáfu almanaks nr. 25 27. júní 1921)
- Ríkisstjórn Íslands: Til að flytja inn trjáplöntur (þ.á m. runna) nema rósir og trjáfræ (1. gr. [3] laga um einkarétt ríkisstjórnarinnar til þess að flytja trjáplöntur til landsins, og um eftirlit með innflutningi trjáfræs nr. 78 15. apríl 1935)
- Veiðifélag Vatnsdalsár: Til að útrýma sel úr Húnaósi. (1. gr. [1] laga um útrýmingu sels í Húnaósi nr. 29 13. júní 1937)
- Bæta þarf við listann.