Listi yfir þætti Supernatural: Sjötta þáttaröð: 2010-2011

Sjötta þáttaröðin af Supernatural var frumsýnd 24.september 2010 og sýndir voru 22 þættir.

Aðalleikarar breyta

Gestaleikarar breyta

Þættir breyta

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Exile on Main St. Sera Gamble Phil Sgriccia 24.09.2010 1 - 105
Dean býr með Lisu og syni hennar Ben og hefur ekki unnið í ár eftir að Sam hvarf. Þegar lífi þeirra er ógnað neyðist Dean að verja heimili sitt og kemst að því að Sam er á lífi.
Two and a Half Men Adam Glass John Showalter 01.10.2010 2 - 106
Sam rannsakar mál þar sem ungabörn hverfa eftir að foreldrar þeirra eru hrottalega myrtir. Á einum glæpavettvanginum finnur hann ungabarn og hefur samband við Dean og biður um aðstoð.
The Third Man Ben Edlund Robert Singer 08.10.2009 3 - 107
Sam og Dean biðja Castiel um aðstoð þegar lögregluþjónar eru drepnir af plágum frá tímum Egypta.
Weekend at Bobby´s Andrew Dabb og Daniel Loflin Jensen Ackles 15.10.2010 4 - 108
Þegar Bobby kemst að því að Crowley ætlar ekki að skila honum sál hans aftur, tekur hann hlutina í sínar eigin hendur.
Live Free or Twihard Brett Matthews Rod Hardy 22.10.2010 5 - 109
Sam og Dean finna hóp vampíra og er Dean bitinn. Samuel segir Dean að hægt er að snúa honum aftur en eina leiðin til þess er að nota blóð vampírunnar sem beit hann.
You Can´t Handle the Truth David Reed, Eric Charmelo og Nicole Snyder (saga)
Eric Charmelo og Nicole Snyder (sjónvarpshandrit)
Jan Eliasberg 29.10.2010 6 – 110
Sam og Dean rannsaka bæ þar sem íbúar þess segja alltaf sannleikann.
Family Matters Andrew Dabb og Daniel Loflin Guy Bee 05.11.2010 7 - 111
Dean biður Castiel um aðstoð vegna Sams, og kemst upp á kant við restina af Campbell fjölskyldunni.
All Dogs Go to Heaven Adam Glass Phil Sgriccia 12.11.2010 8 - 112
Dean og Sam rannsaka morð sem hugsanlega eru gerð af varúlfum en frekari rannsókn leiðir þá að Hamrammi sem þykist vera fjölskylduhundur.
Clap Your Hands If You Believe.... Ben Edlund John Showalter 19.11.2010 9 - 113
Við rannsókn á fljúandi furðuhlutum er Dean rænt á kornakri. Þegar honum tekst að flýja, uppgvöta þeir að það eru ekki geimverur heldur álfar sem eru að ræna fólki.
Caged Heat Brett Matthews og Jenny Klein Robert Singer 03.12.2010 10 - 114
Sam gerir samning við Meg, hann og Dean hjálpa henni að finna Crowley ef hún myndi pynta hann til að fá upplýsingar hvernig best er að fá sálu Sams aftur.
Appointment in Samarra Sera Gamble og Robert Singer Mike Rohl 10.12.2010 11 - 115
Dean hittir Dauðann og gerir samning við hann til þess að fá sálu Sams aftur, en Sam hefur önnur plön í huga.
Like a Virgin Adam Glass Phil Sgriccia 04.02.2011 12 - 116
Á meðan Sam reynir að komast að því hvað hefur gerst seinustu 18 mánuði í lífi hans, þá rannsaka bræðurnir mál þar sem ungar stúlkur hafa verið teknar.
Unforgiven Andrew Dabb og Daniel Loflin David Barrett 11.02.2011 13 – 117
Nafnlaust skilaboð sendir Sam og Dean til Bristol á Rhode Island þar sem Sam og afi hans Samuel höfðu unnið að máli fyrir ári síðan.
Mannequin 3: The Reckoning Eric Charmelo og Nicole Snyder Jeonnot Szwarc 18.02.2011 14 - 118
Dean og Sam rannsaka draug sem getur flutt sig á milli sýsla í líki gína.
The French Mistake Ben Edlund Charles Beeson 25.02.2011 15 - 119
Sam og Dean finna sjálfan sig á upptökustað á sjónvarpsþætti að nafni Supernatural með engil-leynimorðingja á eftir sér.
And Then There Were None Brett Matthews Mike Rohl 04.03.2011 16 - 120
Sam, Dean og Bobby rekast á Rufus og Campbell fjölskylduna þegar þeir eru að rannsaka röð morða meðfram I-80 hraðbrautinni á leiðinni til Sandusky, Ohio.
My Heart Will Go On Eric Charmelo og Nicole Snyder Philip Sgriccia 15.04.2011 17 - 121
Bæði fortíð og framtíð breytast þegar Balthazar fer aftur í tímann og stoppar Titanic frá því að sökkva.
Frontierland Saga: Andrew Dabb, Daniel Loflin og Jackson Stewart
Sjónvarpshandrit: Andew Dabb og Daniel Loflin
Guy Bee 22.04.2011 18 - 122
Dean og Sam telja sig hafa fundið lausnina til þess að vinna Eve, en þeir verða að ferðast aftur í tímann og hitta sjálfan Samuel Colt.
Mommy Dearest Adam Glass John Showalter 29.04.2011 19 - 123
Sam, Dean, Castiel og Bobby finna Eve í smábæ þar sem hún er að rækta nýja tegund af skrímslum sem líkjast Hamrammi.
The Man Who Would Be King Ben Edlund Ben Edlund 06.05.2011 20 - 124
Castiel segir sögu sína.
Let It Bleed Sera Gambe John Showalter 20.05.2011 21 - 125
Djöfull rænir Ben og Lísu, og eru Dean og Sam neyddir til þess að biðja um aðstoð frá aðila sem þeir áttu ekki von á.
The Man Who Knew Too Much Eric Kripke Robert Singer 20.05.2011 22 - 126
Veggirnir sem halda aftur af sálu Sams byrja að falla og vita Dean og Bobby ekki hvað þeir eiga að gera. Verða þeir að skilja hann eftir í baráttu sinni við djöfla sína á meðan stríðið um himnaríkið byrjar.

Heimild breyta

Neðanmálsgreinar breyta