Lars Lagerbäck
Lars Edvin „Lasse“ Lagerbäck (f. 16. júlí 1948 í Katrineholm í Svíþjóð) er sænskur knattspyrnuþjálfari. Hann er frægastur fyrir afrek sín sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar í knattspyrnu sem og að hafa þjálfað landslið Íslands og stýrt því til þátttöku á evrópumeistaramótið í Frakklandi sumarið 2016. Hann þjálfaði landslið Svía frá 1998 til 2009 og var stuttlega þjálfari Noregs.
Lars Lagerbäck | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Lars Edvin „Lasse“ Lagerbäck' | |
Fæðingardagur | 16. júlí 1948 | |
Fæðingarstaður | Katrineholm, Svíþjóð | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
Þjálfaraferill | ||
1977-1982 1983-1985 1987-1989 1990-1995 1996-1997 1998-1999 2000-2009 2010 2011-2016 2017-2020 2020-2021 |
Kilafors IF Arbrå BK Hudiksvalls Svíþjóð U21 Svíþjóð B Svíþjóð (aðstoðarþjálfari) Svíþjóð Nígería Ísland Noregur Ísland (tæknilegur ráðgjafi) | |
|
Ferill
breytaSem unglingur spilaði Lagerbäck fyrir Alby FF þegar hann var 13 ára gamall. Árið 1970 hóf hann að spila með Gimonäs CK undir stjórn Calle Lindelöf. Þar lék hann allt til ársins 1974. Árið 1974 hóf hann nám í íþrótta háskólanum Gymnastik- och Idrotts Högskolan (GIH). Þremur árum síðar, 1977–1982 þjálfaði hann Kilafors IF og 1983–1985 Arbrå BK, áður en hann tók til starfa hjá sænska knattsyrnusambandinu. Árið 1996 hóf Lagerbäck störf sem þjálfari sænska B-landsliðsins, þangað til 1997 þegar hann sagði sjálfur upp stöfum. Hann var ráðinn aðstoðarþjálfari Tommy Söderberg hjá sænska landsliðinu 1998. Milli ára 2000–2004 voru þeir síðan saman þjálfarateymi sænska landsliðsins. Saman komu þeir sænska landsliðinu á Evrópumótið 2000.
Eftir að Söderberg hætti réð Lagerbäck Roland Andersson sem aðstoðarmann sinn. 2006 tókst Lagerback fjórða skiptið í röð að koma sænska landsliðinu á stórmót og 2009 var hann ráðinn þjálfari Nígeríu. Hann stýrði liðinu á HM 2010 en gekk ekki sem skyldi.
Íslenska landsliðið
breytaLagerbäck var ráðinn þjálfari íslenska landliðsins árið 2011 fyrir undankeppni Heimsmeistaramótsins í Brasilíu árið 2014. Hann byrjaði þjálfaraferil sinn með Ísland á því að tapa fjórum æfingaleikjum á útivelli gegn Japan, Svartfjallalandi, Frakklandi og Svíþjóð áður en hans fyrsti sigur með liðið vannst 2-0 gegn Færeyjum í ágúst 2012. Í september sama ár unnu Íslendingar Noreg í fyrsta skipti í langan tíma, en biðu svo lægri hlut fyrir Kýpur á heimavelli þar ytra, 1-0 síðar í mánuðinum. Lagerbäck sagði í viðtali við fjölmiðla eftir þann leik að íslenska liðið hafi nálgast leikinn með of mikla bjartsýni í huga, sérstaklega þegar kom að varnarleik liðsins.
Í undankeppninni fyrir EM í Frakklandi 2016 gekk íslenska landsliðinu vel undir stjórn Lars og Heimis Hallgrímssonar, liðið vann Holland heima og að utan og sigraði Tékkland og Tyrkland á heimavelli. Landsliðið lenti í öðru sæti í riðlinum og tryggði sér sæti í lokakeppni EM og komst í 8-liða úrslit þar sem liðið tapaði fyrir gestgjöfum Frakka. Áður hafði liðið unnið England í 16 liða úrslitum en Lagerbäck hefur aldrei tapað fyrir Englandi á stórmóti. Lars hætti sem þjálfari Íslands eftir EM í Frakklandi. Hann sneri aftur sem ráðgjafi árið 2021 með landsliðinu.
Tölfræði
breytaStaða | Frá | Til | Árangur | |||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
L | U | J | T | Sigur % | Taplaus % | |||
Meðþjálfari | 2000 | 2004 | 59 | 26 | 23 | 10 | 44.07 | 83.05 |
Þjálfari | 2004 | 2009 | 72 | 31 | 17 | 24 | 43.06 | 66.67 |
Alls | 2000 | 2009 | 131 | 57 | 40 | 34 | 43.51 | 75.05 |
Staða | Frá | Til | Árangur | |||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
L | U | J | T | Sigur % | Taplaus % | |||
Þjálfari | 2010 | 2010 | 7 | 2 | 3 | 2 | 28.57 | 71.43 |
Staða | Frá | Til | Árangur | |||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
L | U | J | T | Sigur % | Taplaus % | |||
Þjálfari | 2011 | 2016 | 52 | 21 | 10 | 21 | 40.38 | 59.62 |