Lanzhou Zhongchuan-alþjóðaflugvöllurinn

alþjóðalugvöllur sem þjónar Lanzhou, Gansu, Kína

Alþjóðaflugvöllur Lanzhou Zhongchuan (IATA: LHW, ICAO: ZLLL) (kínverska: 兰州中川国际机场; rómönskun: Lánzhōu Zhōngchuān Guójì Jīchǎng) er flughöfn Lanzhou höfuðborgar Gansu héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína.

Mynd sem sýnir meginbyggingu Lanzhou Zhongchuan alþjóðaflugvallarins í Kína.
Meginbygging Lanzhou Zhongchuan alþjóðaflugvallarins.
Mynd sem sýnir brottfararmiðstöð Lanzhou Zhongchuan alþjóðaflugvallarins í Kína.
Brottfararaðstaða Lanzhou Zhongchuan flugvallarins.
Mynd sem sýnir farþegamiðstöð Lanzhou Zhongchuan alþjóðaflugvallarins í Kína.
Farþegamiðstöð Lanzhou Zhongchuan flugvallarins.

Flugvöllurinn er staðsettur um 67 kílómetra norður af miðborg Lanzhou í bænum Lanzhou Zhongchuan, sem gefur honum nafn sitt. Hann hefur tvær farþegamiðstöðvar Það eru átta brottfararhlið í þeirri fyrri en í þeirri seinni sem er nýrri og 61.000 fermetra, eru níu brottfararhlið. Þetta er meginflughöfn héraðsins Gansu.

Lanzhou Zhongchuan -flugvöllur, var opnaður árið 1970. Árið 2018 þjónaði flugvöllurinn um 13.9 milljónum farþega og um hann fóru 61.000 tonn af farmi.

Saga breyta

Fyrsti flugvöllur Lanzhou borgar, Gongxingdun flugvöllur, var staðsettur tveimur kílómetrum frá miðborginni. Árið 1957 ákvað Flugmálastjórn Kína að staðsetning Gongxingun flugvallar gæti ekki verið framtíðarstaður vegna flugþarfar borgarinnar og því var nýr flugvöllur settur niður nálægt Zhongchuan bæjarfélaginu.

Hafin var smíði hins nýja vallar árið 1968 og hann opnaði árið 1970. Vegna gríðarlegrar aukningar í farþegafjölda var árið 1997 ákveðið að stækka flugvöllinn til muna.

Árið 2006 hófu Gansu Airport Group sem sér um rekstur flugvallarins að ráðast í mikla endurskipulagningu. Árið 2010, þegar árlegur fjöldi farþega fór yfir 3 milljónir manna hófst nýtt stækkunarverkefni með byggingu annarrar farþegamiðstöðvar. Hún opnaði árið 2015 og sama ár opnaði ný lestarlína milli flugvallarins og Lanzhou borgar. Alþjóðaflug allra flugfélaga er rekið frá fyrstu farþegamiðstöðinni.

Enn eitt stækkunarferlið hófst árið 2019. Byggð verður þriðja farþegamiðstöðin, tvær nýjar 4.000 metra langar flugbrautir lagðar og öll aðstaða stækkuð. Miðstöðin verður fjórum sinnum stærri en þær sem fyrir eru í dag.

Nálæg byggð í Zhongchuan bæ og nokkur þorp, alls 10.7 ferkílómetrar, voru rifin til að rýma fyrir stækkuninni og íbúar voru fluttir til Lanzhou borgar.

Þriðja farþegamiðstöðin mun hafa nokkra bílastæði og miðstöð allra flutninga á jörðu niðri. Hún er hönnuð fyrir 20 milljón farþega á ári.

Þegar er hafin undirbúningur fjórðu farþegamiðstöðvarinnar. Sú er hönnuð fyrir 30 milljónir farþega á ári.

Samgöngur við völlinn breyta

Strætisvagnar tengja flughöfnina við miðborg Lanzhou og nærliggjandi borgir og svæði. Sérstök snarlest á milli flugvallarins og Lanzhou West lestarstöðvar sem er ný samgöngumiðstöð í borginni.

Flugfélög breyta

Flugvöllurinn er áhersluvöllur fyrir Hainan Airlines. Flugfélögin China Eastern Airlines, Qingdao Airlines, og Spring Airlines eru öll umfangsmikil á vellinum. Alls starfa 31 farþegaflugfélög á vellinum og eitt til farmflutninga.

Flugleiðir breyta

Flugvöllurinn býður meira flug til meira en 66 borga í Kína og 19 erlendra borga. Alþjóðaflug eru til Taípei, Bangkok, Kuala Lumpur, Singapúr, Moskvu, Jeddah, og fleiri staða.

Tenglar breyta

Heimildir breyta