Langskip voru seglskip sem saxar og norrænir menn notuðu sem herskip og til að sigla upp ár og leggja upp á grynningar þegar þeir herjuðu á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu fram til loka Víkingaaldar. Skipin voru lág, mjó og rennileg, súðbyrt með kjöl, hliðarstýri og eitt mastur með ferhyrndu rásegli. Þeim var bæði siglt og róið með árum.

Horft framan á Ásubergsskipið (mikið endurbyggt).

Langskip ristu grunnt og hentuðu því vel til að sigla í grunnu vatni, til að sigla upp á strönd og til að bera yfir farartálma. Þessir sömu eiginleikar gerðu að þau hentuðu síður til úthafssiglinga. Knörrinn var því notaður til landkönnunar og landnáms á eyjunum í Atlantshafi, en hann var bæði hærri og breiðari.

Teiknuð mynd af langskipi
Teiknuð mynd af langskipi

Einkenni

breyta

Einkenni langskips voru að þau voru löng, mjó, og þóttu tignarleg. Þetta voru léttir bátar sem ristu grunnt þannig að mótstaða var minni og gátu þau því siglt hraðar. Það gerði þeim kleift að sigla í ám sem voru allt að einn meter að dýpt og að taka land við flest skilyrði hvenær sem þeir vildu, einnig var skipið nógu létt til þess að hægt væri að lyfta því milli ána eða snúa því við og nota botnin fyrir skjól þegar þeir tjölduðu. Langskip voru líka eins á báðum endum þannig að skipið gat siglt afturabak án þess að þurfa að snúa við. Þessi eiginleiki var gagnlegur á siglingum við Norðurlönd þar sem borgarísjakar og hafís reyndust hættulegir. Langskip voru með árar eftir endilöngu skipinu. Seinni útgáfur langskipa voru með rétthyrnd segl fest við eitt mastur sem var staðsett í miðju skipinu. Seglið var notað til að koma í stað eða létta áreynslu ræðara sérstaklega í löngum ferðum. Meðalhraði víkingaskipa var mismunandi milli skipa en var nokkurn veginn  9.3 – 18.5 km/k og hámarkshraði langskips við bestu aðstæður var um það bil 28 km/k.

Saga skipanna

breyta

Langskip voru bestu skipin sem í boði voru á þessum tíma og voru þess vegna mjög verðmæt. Skipin voru oft sameign bænda sem bjuggu við sjávarsíðuna og konungar notuðu þau oft í stríði til þess að geta safnað saman stórum her með stuttum fyrirvara. Á meðan norrænir menn notuðu langskip í hernaði voru þau samt mest notuð í herflutninga, en ekki sem herskip til orrustu. Á 9. öld þegar útþensla víkinga var sem mest, gerðu norrænir menn árás af hafi á Frankaveldi, sem var þá í mikilli lægð, með því að sigla upp sjófærar ár eins og Signu. Á 10. öld bundu menn stundum langskip saman fyrir sjóorrustur.

Skipin voru kölluð „Drekaskip“ af óvinum þeirra út af drekahausnum sem var fastur við bóga skipana.

Smíði

breyta

Hægt er að rekja fyrstu langskipin til 500 til 300 fyrir Krist, þegar dönsku hjortspring bátarnir voru byggðir. Þeir voru festir með snæri en ekki negldir.

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
   Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.