Herskip er skip sem er fyrst og fremst hannað til þátttöku í stríði. Herskip eru þannig yfirleitt gerólík öðrum skipum, eins og kaupskipum eða fiskiskipum. Herskip bera vopn og eru sérstaklega byggð til að þola árásir. Yfirleitt er herskipum aðeins ætlað að bera vopn, skotfæri og vistir fyrir eigin áhöfn. Herskip eru yfirleitt hluti af flota einhvers ríkis, þótt stundum séu þau gerð út af einstaklingum eða félögum.

Hollenskt línuskip frá 17. öld á málverki eftir Willem van de Velde yngri.

Á stríðstímum getur munurinn á herskipum og öðrum skipum orðið óskýrari þegar kaupskip eru notuð sem varaskip í hernaði. Allt fram til loka 17. aldar var algengt að yfir helmingur skipa í herflota væru kaupskip og fiskiskip sem höfðu verið tekin til notkunar í hernaði.

Nokkrar tegundir herskipa

breyta