Pípuorgel er hljóðfæri sem oft er í kirkjum. Pípuorgel eru jafnan byggð inn í hús eða skáp og er framhlið orgelhúss oft mjög skrautleg á elstu pípuorgelum. Inn í orgelhúsinu er orgelið sett saman úr fjórum meginþáttum pípum, nótnaborði, blástursverki og vindhlöðu. Pípurnar eru misstórar og mislangar. Þær eru gerðar úr málmi eða tré og þeim er skipað saman í raddir. Í minni orgelum eru frá fimm til fimmtán raddir og oft 61 pípa í hverri rödd. Í stórum orgelum eru miklu fleiri og eru í orgeli Hallgrímskirkju 72 raddir og 5275 pípur. Mörg orgel hafa fleiri en eitt nótnaborð og eru þannig að í hverri áttund eru sjö nótur fyrir heiltóna og fimm fyrir hálftóna.

Pípuorgel í St. Germain Auxerrois kirkjunni í París
Skýringarmynd af vindhlöðu í pípuorgeli

Pípurnar hljóma ef í þær er blásið með sérstöku blástursverki en þar þarf að vera blásari og búnaður sem tryggir jafnan loftþrýsting inn í orgelpípurnar en þær eru gerðar fyrir tiltekinn þrýsting. Vindhlaðan er lokaður loftþéttur kassi sems tengdur er loftþjöppunni með pípu. Á vindhlöðunni er gat fyrir hverja pípu, og loka fyrir gatinu, tengd viðkomandi nótu í nótnaborðinu. Þegar þrýst er á nótu opnast lokan og hleypir lofti inn á pípuna sem þá syngur sinn tón.

Í Dómkirkjuna kom pípuorgel árið 1840 og var það í notkun til ársins 1894.

Heimildir

breyta