Fjarskipti
Fjarskipti eru sending merkja um langan veg með hjálp fjarskiptakerfis. Tilgangurinn með fjarskiptum er að eiga samskipti yfir miklar fjarlægðir. Áður fyrr voru fjarskipti útfærð með reykmerkjum, trommum, fánum, vitum eða speglum. Í nútímanum fela fjarskipti í sér notkun rafknúinna senditækja og viðtækja eins og síma, sjónvarps, útvarps og tölva. Frumkvöðlar á sviði rafrænna fjarskipta eru t.d. Alexander Graham Bell, Guglielmo Marconi og John Logie Baird.
Grunnþættir fjarskiptakerfis eru:
- Sendir sem tekur upplýsingar og breytir þeim í merki
- Fjarskiptamiðill sem ber merkið milli staða og
- Viðtæki sem tekur við merkinu og breytir því aftur í upplýsingar