Nationale Velorouten

Nationale Velorouten eru landsnet hjólaleiða í Sviss. Leiðirnar voru búnar til af sjóðnum Veloland Schweiz í samstarfi opinberra aðila og einkaaðila innan SchweizMobil frá 1998. Leiðirnar eru 9 talsins og samtals 3285 km að lengd. Meirihluti leiðanna eru á malbikuðum vegum en hluti þeirra er á malarvegum. Aðeins ein leið er alveg malbikuð.

Skilti í Basel við leiðir 2 og 3 sem eru hluti af EuroVelo-leið 6.

Hjólaleiðir í Sviss eru merktar með dökkrauðum skiltum en númer viðkomandi landsnetsleiðar er þá inni á skiltinu á ljósbláum grunni.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.