LF-routes

(Endurbeint frá LF-route)

LF-routes eða Landelijke Fietsroutes/Lange-afstand Fietsroute eru landsnet hjólaleiða í Hollandi og í Flandri í Belgíu sem deilir 7 fyrstu leiðunum. Leiðirnar eru 29 talsins og ná yfir um það bil 6.000 kílómetra. Langar hjólaleiðir sem tengdu saman farfuglaheimili höfðu verið þróaðar í Belgíu á 7. áratugnum og í Hollandi á 8. áratugnum. Hugmyndin um landsnet hjólaleiða kom fram hjá Hollenska ferðafélaginu árið 1983. Fyrsta LF-leiðin var tekin í notkun árið 1989. Það var LF1, Norðursjávarleiðin, sem liggur frá Den Helder til Boulogne-sur-Mer, 280 km leið.

Skilti við leið 8 milli Ommen og Winterswijk.

Leiðirnar eru merktar með hvítu skilti með grænum jaðri, mynd af hjóli og númeri leiðarinnar með 'LF' fyrir framan. Frá 2007 hafa leiðirnar verið merktar með a eða b eftir því í hvora áttina farið er. Þannig er leiðin frá Den Helder til Boulogne-sur-Mer merkt með LF1a en LF1b í hina áttina.

Leiðirnar LF1 og LF10 eru hluti af EuroVelo-leið 12, Norðursjávarleiðinni.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.