United States Bicycle Route System

United States Bicycle Route System er landsnet hjólaleiða í Bandaríkjunum. Frumkvæði að gerð þess kom frá staðlaráðinu American Association of State Highway and Transportation Officials (AASHTO) árið 1978. Fyrstu tvær leiðirnar (USBRS 1 og 76) voru teknar í notkun árið 1982 en síðan bættust engar við til ársins 2011 þegar átta leiðir bættust við. Árið 2018 voru leiðirnar 38, 24 aðalleiðir og 14 aukaleiðir, samtals 21.081 km langar í 26 fylkjum auk District of Columbia. Fullgert er áætlað að leiðanetið nái yfir 80.000 km. Leiðirnar eru merktar með svörtum eða grænum skiltum sem sýna reiðhjól og númerið á hvítum þríhyrndum grunni. Skiltin eru hliðstæð við merkingar í bandaríska þjóðvegakerfinu.

Skilti sem merkir leið 76.

Leiðirnar liggja aðallega eftir stígum og vegum með lítilli umferð. Þeim er viðhaldið af fylkjum og sveitarfélögum. Þær tengjast neti hjólaleiða innan fylkja sem eru merktar með öðrum hætti. Sumum af þeim leiðum hefur síðar verið breytt í landsnetsleiðir.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.